Loka Eiffelturninum vegna hitabylgju

Sólarupprás við Eiffelturninn.
Sólarupprás við Eiffelturninn. AFP

Yf­ir­völd í Par­ís, höfuðborg Frakk­lands, lokuðu fyr­ir stundu út­sýnipöll­um á toppi Eif­felt­urns­ins þegar hiti í borg­inni fór upp í tæp­ar 37 gráður.

Þá þurftu yf­ir­völd í Belg­íu einnig að loka Atóm-bygg­ing­unni í Brus­sel, en líkt og Eif­felt­urn­inn er hún mest­megn­is byggð úr stáli og því viðkvæm fyr­ir svo mikl­um hita. 

Hita­bylgja geis­ar nú víðs veg­ar í Evr­ópu og hef­ur hún nú þegar valdið tölu­verðum usla víðs veg­ar um álf­una. 

Atóm-byggingin í Brussel er hönnuð eftir frumeind járns.
Atóm-bygg­ing­in í Brus­sel er hönnuð eft­ir frum­eind járns. Ljós­mynd/​Aðsend

Bann við vinnu ut­an­dyra

Hafa Ítal­ir t.a.m. lagt blátt bann við því að fólki stundi vinnu ut­an­dyra stór­an hluta dags en talið er að rekja megi allt að þrjú dauðsföll á Ítal­íu til hita­bylgj­unn­ar.

Sam­kvæmt frétt The Guar­di­an hafa inn­lagn­ir á spít­ala sömu­leiðis auk­ist um tæp 15-20% sök­um bylgj­unn­ar. 

Hita­bylgj­an hef­ur sömu­leiðis leikið ýmis önn­ur Miðjarðar­hafslönd grátt, en tugþúsund­ir Tyrkja hafa þurft að flýja heim­ili sín vegna gróðurelda. 

Þá sagði skóg­rækt­ar­ráðherra Tyrk­lands, İbra­him Yumaklı, að slökkviliðsmenn hefðu verið kallaðir út vegna 263 skógar­elda víðs veg­ar um landið á und­an­förn­um dög­um. Slökkviliðsmenn hafa einnig verið að berj­ast við skógar­elda í Frakklandi og Ítal­íu, sér­stak­lega á eyj­un­um Sar­din­íu og Sikiley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert