Öldungadeildin samþykkir umdeilt frumvarp Trumps

John Thune (f. miðju) fagnar því ásamt kollegum sínum að …
John Thune (f. miðju) fagnar því ásamt kollegum sínum að frumvarpið hafi náð í gegnum öldungadeildina. AFP/Andrew Harnik

Efri deild banda­ríska þings­ins hef­ur samþykkt „stóra og fal­lega“ frum­varp Don­alds Trump.

Þó eru enn efa­semd­ir á lofti vegna mik­ils niður­skurðar á vel­ferðarsviði Banda­ríkj­anna og þeirra 3.000 millj­arða Banda­ríkja­dala sem áætlað er að frum­varpið bæti á skuld rík­is­ins.

Met­lang­ar breyt­inga­til­lögu­um­ræður

Leiðtog­ar Re­públi­kana­flokks­ins höfðu átt í nokkr­um erfiðleik­um með að safna stuðningi við frum­varpið í metlöng­um breyt­inga­til­lögu­um­ræðum sem vörðu í 24 klukku­stund­ir. Þar lögðu demó­krat­ar fram tugi áskor­ana við um­deild­ustu þætti frum­varps­ins.

John Thune, leiðtoga meiri­hlut­ans, tókst að snúa tveim­ur meðal­hófs­mönn­um frá því að kjósa gegn frum­varp­inu og kjósa þess í stað með því. Þá var staðan jöfn – fimm­tíu at­kvæði gegn fimm­tíu.

Féll það þá í hlut vara­for­set­ans JD Vance að skera úr um niður­stöðu þings­ins.

JD Vance skar úr um niðurstöðu þingsins eftir 50-50 jafntefli …
JD Vance skar úr um niður­stöðu þings­ins eft­ir 50-50 jafn­tefli varð. AFP/​Al Drago

Skatta­lækk­an­ir upp á 4.500 millj­arða dala

Næsti áfangastaður frum­varps­ins er full­trúa­deild Banda­ríkjaþings þar sem það stend­ur frammi fyr­ir sam­einaðri and­stöðu demó­krata og margra re­públi­kana sem líst ekki á niður­skurð í heil­brigðisþjón­ustu og á mat­araðstoð til fá­tækra Banda­ríkja­manna.

Frum­varpið fel­ur í sér fram­hald skatta­lækk­ana frá fyrri for­setatíð hans sem nema 4.500 millj­örðum dala.

Til þess að jafna tap rík­is­sjóðs út verður skorið niður um 1.200 millj­arða á ýms­um sviðum rík­is­ins, þá aðallega Medicaid-sjúkra­trygg­ing­ar sem gert er ráð fyr­ir að muni svipta um 12 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna aðgangi að heil­brigðisþjón­ustu.

Ná frum­varp­inu í gegn fyr­ir 4. júlí

Trump hef­ur sagt skýrt að hann hygg­ist ná frum­varp­inu gegn­um full­trúa­deild­ina á næstu dög­um og lög­festa það fyr­ir þjóðhátíðardag­inn 4. júlí, á föstu­dag.

„Það mun kom­ast inn, það mun ná í gegn, og við verðum mjög glaðir,“ sagði hann blaðamönn­um við komu sína til Flórída í dag, en þangað ferðaðist hann til að skoða nýja gæslu­v­arðhaldsaðstöðu fyr­ir ólög­lega inn­flytj­end­ur.

Trump vonar að frumvarpið verði lögfest fyrir 4. júlí.
Trump von­ar að frum­varpið verði lög­fest fyr­ir 4. júlí. AFP/​Andrew Ca­ballero-Reynolds

Skoðanakann­an­ir sýna að frum­varpið er með óvin­sælli frum­vörp­um sög­unn­ar, og von­ast demó­krat­ar til þess að geta nýtt sér reiði kjós­enda í kosn­ing­um sem verða á næsta ári, um miðbik kjör­tíma­bils­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert