Segja Hamas ráðast gegn mannúðarstarfsfólki

COGAT segir Hamas-liða hafa framið hryðjuverk og stundað áróður.
COGAT segir Hamas-liða hafa framið hryðjuverk og stundað áróður. AFP/Eyad Baba

Íbúar Gasa sem stadd­ir voru ná­lægt dreif­ing­ar­stöðvum mannúðaraðstoðar segja Ham­as-liða þar hafa stundað hryðju­verk, áróður og falsað mynd­efni sam­kvæmt hljóðupp­tök­um frá COGAT, sam­hæf­ing­ar­deild inn­an varn­ar­málaráðuneyt­is Ísra­els.

Þetta kem­ur fram í grein The Jeru­salem Post.

Ham­as komi í veg fyr­ir dreif­ingu mat­ar­skammta

Hljóðupp­tök­ur COGAT leiða sam­kvæmt tíma­rit­inu í ljós áætlan­ir Ham­as til að koma í veg fyr­ir dreif­ingu banda­rísku hjálp­ar­sam­tak­anna GHF á mat­væl­um til íbúa Gasa ná­lægt Nu­seirat-flótta­manna­búðunum.

Mat­væla- og mannúðaraðstoð til Gasa hef­ur verið mikið hita­efni og hafa stjórn­völd í Ísra­el legið und­ir þung­um ásök­un­um inn­an alþjóðasam­fé­lags­ins um að hafa ít­rekað komið í veg fyr­ir að mannúðaraðstoð nái til Gasa.

GHF hefur staðið fyrir dreifingu matvæla til íbúa Gasa nálægt …
GHF hef­ur staðið fyr­ir dreif­ingu mat­væla til íbúa Gasa ná­lægt Nu­seirat-flótta­manna­búðunum. AFP/​Eyad Baba

Skotið á al­menna borg­ara

Sam­kvæmt hljóðupp­tök­un­um segja íbú­ar Gasa Ham­as-liða hafa hafið skot­hrin­ur ná­lægt dreif­ing­ar­stöðvum og full­yrt síðan að söku­dólgarn­ir hafi verið IDF-liðar.

Ham­as hafi einnig falsað mynd­efni og gefið út til þess að styðja við „upp­spunn­ar tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar um fjölda­mörg dauðsföll“.

GHF gaf í gær út upp­lýs­ing­ar þess efn­is að Ham­as hafi sett fé til höfuðs banda­rísk­um ör­ygg­is­vörðum sem starfa fyr­ir sam­tök­in á svæðinu.

Ham­as hafi jafn­framt ráðist á starfs­fólk hjálp­ar­sam­tak­anna, myrt 12 þeirra og rænt fleir­um og pyntað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert