Stofnar nýjan flokk ef frumvarp verður samþykkt

Elon Musk.
Elon Musk. AFP/Jim Watson

Auðjöf­ur­inn og fyrr­ver­andi ráðgjafi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, Elon Musk, hef­ur heitið því að stofna nýj­an stjórn­mála­flokk með skjót­um hætti ef nýtt efna­hags­frum­varp Trumps nær fram að ganga á þing­inu.

Banda­ríkja­flokk­ur­inn, eða America Party, yrði sett­ur til höfuðs Re­públi­kana­flokkn­um en Musk hef­ur hingað til verið stærsti styrkt­araðili hans í land­inu, að því er The New York Times greindi frá. 

Donald Trump.
Don­ald Trump. AFP/​Saul Loeb

Und­an­farið hafa Musk og Trump gagn­rýnt hvor ann­an harka­lega á eig­in sam­fé­lags­miðlum.

„Ef þetta brjálaða eyðslu­frum­varp verður samþykkt verður Banda­ríkja­flokk­ur­inn stofnaður dag­inn eft­ir,” skrifaði Musk á sam­fé­lags­miðil sinn X þar sem hann er með 220 millj­ón­ir fylgj­enda.

„Þjóðin okk­ar þarf ann­an val­kost held­ur en Demó­krata- og Re­públi­kana­flokk­inn til að fólkið hafi raun­veru­lega RÖDD.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert