Bandið sem aldrei var til slær í gegn

Engin hljómsveit er víst „maður með mönnum“ nema hún hafi …
Engin hljómsveit er víst „maður með mönnum“ nema hún hafi leikið eftir hið fræga plötuumslag Bítlanna af Abbey Road. Ljósmynd/The Velvet Sundown

Þeir eru með rúm­lega 550.000 hlust­end­ur á hverj­um mánuði á Spotify. Þeir eru með 11.325 fylgj­end­ur á sömu streym­isveitu. Þeir eru bún­ir að gefa út tvær 13 laga plöt­ur á þessu ári og sú þriðja kem­ur út um þarnæstu helgi.

Eini gall­inn á hljóm­sveit­inni: Ekk­ert bend­ir til þess að hún hafi nokk­urn tím­ann verið til.

Leyfið mér að kynna fyr­ir ykk­ur hljóm­sveit­ina The Vel­vet Sundown. Á Spotify seg­ir að menn hlusti ekki bara á The Vel­vet Sundown held­ur fari fljót­andi með tónlist þeirra. Þá seg­ir að í tónlist hljóm­sveit­ar­inn­ar bland­ist sam­an „„Seventís“ psýkedelískt alt-rokk og fólk-rokk, sem bland­ast á sama tíma án fyr­ir­hafn­ar við nú­tíma alt-popp og indí-strúkt­úra. Glimr­andi tre­molo, hlýtt seg­ul­bands­berg­mál (e. tape reverb) og mjúk blanda af org­eli gef­ur öllu sögu­leg­an blæ án þess að það hljómi til­gerðarlegt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert