Brenndi kærustu sína lifandi

Kjetil Melbye Mathisen frá Porsgrunn í Telemark var í dag …
Kjetil Melbye Mathisen frá Porsgrunn í Telemark var í dag dæmdur fyrir tvö hrottafengin manndráp sem voru aðeins þau efstu í löngum lista ákæruatriða, en geðfróðir menn telja hann haldinn djúpstæðum persónuleikaröskunum, siðblindu, stjórnsemi og fleiru sem einnig myndar langan lista. Ljósmynd/Úr einkasafni

Fer­tug­ur maður frá Pors­grunn í Telemark-fylki í Nor­egi, Kjetil Mel­bye Mat­hisen, hlaut í dag fyr­ir Héraðsdómi Nedre Telemark eina þyngstu refs­ingu sem norsk hegn­ing­ar­lög heim­ila, 21 árs dóm með svo­kallaðri for­var­ing-viðbót – því réttar­úr­ræði sem tekið var upp í Nor­egi árið 2001 og ger­ir refsi­vörslu­kerf­inu kleift að halda háska­leg­ustu böl­menn­um lands­ins bak við lás og slá til dauðadags.

Voru sak­ar­efni þau, er ákæru­valdið brigslaði Mat­hisen um, í senn hrotta­feng­in og til þess fall­in að vekja al­menn­ingi viðbjóð og óhug, en hann hlaut dóm sinn í dag fyr­ir að hella bens­íni yfir kær­ustu sína, Kine Ein­ar­sen, og bera eld að henni með ban­væn­um af­leiðing­um. Þetta gerðist 9. sept­em­ber 2022.

Tæpu ári síðar, 17. júlí 2023, kyrkti hann vin sinn, Stig Kyr­re Nybråten, á heim­ili Nybråtens og sam­býl­is­konu hans. Var vin­ur­inn helsta vitni lög­reglu og sak­sókn­ara í rann­sókn á and­láti kær­ust­unn­ar. Mat­hisen hafði þá enn ekki verið hand­tek­inn.

Dóm­end­ur höfðu út­skýr­ing­ar að engu

Auk tveggja mann­drápa ákærði Helene Holt­vedt héraðssak­sókn­ari Mat­hisen fyr­ir fjölda al­var­legra lík­ams­árása, annað of­beldi, hót­an­ir og kyn­ferðismök með ólögráða barni á ald­urs­skeiðinu 14 til 16 ára.

Sló héraðsdóm­ur því föstu í dómi sín­um, sem spann­ar 132 síður, að Nybråten hefði verið kyrkt­ur og tók ekki trú­an­lega þá frá­sögn sak­born­ings­ins að vin­ur hans sál­ugi hefði fengið ein­hvers kon­ar hiksta eða önd­un­ar­erfiðleika, hallað sér aft­ur í sófa á heim­ili sínu og verið all­ur er Mat­hisen gekk að hon­um til að kanna ástand hans.

Þvert á móti taldi rétt­ur­inn sannað að Mat­hisen hefði kyrkt Nybråten með klút sem fannst í sóf­an­um er viðbragðsaðilar komu á staðinn.

Í til­felli kær­ust­unn­ar, sem lést af bruna­sár­um á sjúkra­húsi á þriðja degi eft­ir að kveikt var í henni á heim­ili þeirra Mat­hi­sens, hafnaði rétt­ur­inn þeim skýr­ing­um að Mat­hisen hefði í ógáti skvett bens­íni yfir Ein­ar­sen og beðið hana í kjöl­farið að fara og skola vökv­ann eld­fima af sér inni á baðher­bergi. Hefði hann svo farið á eft­ir til að at­huga með af­drif henn­ar og eld­hafið þá staðið á móti hon­um þegar hann gekk inn á baðher­bergið.

Hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa

Lagði Holt­vedt sak­sókn­ari þær upp­lýs­ing­ar fram við aðalmeðferð máls­ins að framb­urður fjölda vitna auk niðurstaðna tækni­rann­sókna lög­reglu benti ein­dregið til þess að ákærði hefði með full­um ásetn­ingi kveikt í kær­ustu sinni á heim­ili þeirra.

„Kine Ein­ar­sen fékk hæg­an og kvala­full­an dauðdaga,“ sagði sak­sókn­ari í rétt­ar­saln­um og voru dóm­end­ur fjöl­skipaðs héraðsdóms ein­huga um að Mat­hisen hefði, örgeðja og í reiðik­asti, borið eld að kær­ustu sinni á baðher­berg­inu, vit­andi að hún væri gegnd­reypt í bens­íni.

„Rétt­ur­inn tel­ur það hafið yfir all­an skyn­sam­leg­an vafa að ákærði bar eld að Ein­ar­sen með þeim ásetn­ingi að stytta henni ald­ur,“ seg­ir í dóm­in­um. Einn dóm­ari vildi leggja það til grund­vall­ar refsi­ákvörðun að Mat­hisen hefði á ný borið eld að Ein­ar­sen úti í garði heim­il­is þeirra, en meiri­hlut­inn taldi það ósannað.

Sam­fé­lagið njóti vernd­ar

Espen Refstie, sem annaðist málsvörn ákærða í héraði, krafðist sýknu auk þess sem skjól­stæðing­ur hans neitaði sök í höfuðákæru­atriðunum, tvö­földu mann­drápi, og velflest­um hinna.

Rök­studdi sak­sókn­ari kröfu sína um for­var­ing-dóm, það er dóm með mögu­legri fram­leng­ingu afplán­un­ar allt til æviloka saka­manns, telj­ist hætta á að hann brjóti af sér á ný, með ein­mitt því atriði – að mik­il hætta teld­ist á slíkri end­ur­tekn­ingu og þörf krefðist þess að sam­fé­lagið nyti vernd­ar gegn nýj­um brot­um og al­var­leg­um.

Dóm­kvöddu sér­fræðing­arn­ir Ove West­gård geðlækn­ir og Erik Wærnes sál­fræðing­ur mátu and­legt ástand ákærða sem svo að hann væri hald­inn djúp­stæðri and­fé­lags­legri per­sónu­leikarösk­un auk þess sem hann næði býsna hátt á mæli­kv­arðanum yfir siðblindu (n. psy­kopati). Sam­mælt­ust þeir fræðing­arn­ir um að al­gjört bind­indi gagn­vart hvers kyns vímu­gjöf­um væri sú ráðstöf­un sem affara­sæl­ust væri til að draga úr hætt­unni á frek­ari of­beld­is­verk­um ákærða.

Stjórn­semi, hvat­vísi, ábyrgðarleysi

Lagði héraðsdóm­ur það mat til grund­vall­ar, stutt áliti West­gårds og Wærnes, að per­sóna og hátta­lag ákærða ein­kennd­ist af stjórn­semi, grunn­um ástríðukennd­um, tak­markaðri sjálfs­stjórn, skorti á samúð, mik­illi hvat­vísi og ábyrgðarleysi.

Taldi rétt­ur­inn fang­els­is­refs­ingu – sam­an­borið við for­var­ing, eða varðveislu – ekki tryggja sam­fé­lag­inu nægi­lega vernd gagn­vart hættu­eig­in­leik­um ákærða eft­ir að afplán­un hans lyki og dæmdi þar með 21 árs refs­ingu und­ir for­merkj­um fram­an­greinds úrræðis og með fjór­tán ára lág­marks­afplán­un. Tákn­ar það að Mat­hisen get­ur fyrst eft­ir fjór­tán ár sótt um reynslu­lausn. Á hinn bóg­inn get­ur kerfið haldið hon­um bak við lás og slá til æviloka – þar veg­ur mat geðlækna þyngst.

Refstie verj­andi til­kynnti þegar í dag að dóm­in­um yrði áfrýjað til lög­manns­rétt­ar.

VG

NRK

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert