Dómari í máli Sean Diddy Combs hefur hafnað því að láta hann lausan gegn tryggingu. Diddy verður því í haldi þar til refsing hans verður ákvörðuð.
Kviðdómendur í máli Diddy komust fyrr í dag að þeirri niðurstöðu að sýkna hann af tveimur ákærum vegna mansals sem og ákæru vegna fjárdráttar.
Kviðdómurinn komst þó að þeirra niðurstöðu að sakfella Diddy um tvær ákærur þess efnis að hann hafi flutt tvær konur í þeim tilgangi að láta þær stunda vændi. Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er tíu ára fangelsi.
Lögmaður Diddy fór fram á það að honum yrði sleppt gegn tryggingu upp á einn milljarð bandaríkjadala þar til að refsing hans yrði ákvörðuð. Ákæruvaldið fór fram á að honum yrði ekki sleppt sökum þess að hann væri hættulegur samfélaginu.
Dómarinn í málinu, Arun Subramanian, hefur eins og áður segir ákveðið að Diddy skuli ekki vera látinn laus gegn tryggingu.