Diddy fær ekki að ganga laus

Diddy féll til jarðar og grét þegar kviðdómur tilkynnti að …
Diddy féll til jarðar og grét þegar kviðdómur tilkynnti að hann skyldi sýknaður af þremur ákæruliðum. Teikning/Reuters

Dóm­ari í máli Sean Diddy Combs hef­ur hafnað því að láta hann laus­an gegn trygg­ingu. Diddy verður því í haldi þar til refs­ing hans verður ákvörðuð. 

Kviðdóm­end­ur í máli Diddy komust fyrr í dag að þeirri niður­stöðu að sýkna hann af tveim­ur ákær­um vegna man­sals sem og ákæru vegna fjár­drátt­ar.

Kviðdóm­ur­inn komst þó að þeirra niður­stöðu að sak­fella Diddy um tvær ákær­ur þess efn­is að hann hafi flutt tvær kon­ur í þeim til­gangi að láta þær stunda vændi. Há­marks­refs­ing fyr­ir brot af þessu tagi er tíu ára fang­elsi. 

Lögmaður Diddy fór fram á það að hon­um yrði sleppt gegn trygg­ingu upp á einn millj­arð banda­ríkja­dala þar til að refs­ing hans yrði ákvörðuð. Ákæru­valdið fór fram á að hon­um yrði ekki sleppt sök­um þess að hann væri hættu­leg­ur sam­fé­lag­inu. 

Dóm­ar­inn í mál­inu, Arun Su­bramani­an, hef­ur eins og áður seg­ir ákveðið að Diddy skuli ekki vera lát­inn laus gegn trygg­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert