Diddy saklaus í þremur af fimm ákæruliðum

Jean Combs, móðir Sean Combs.
Jean Combs, móðir Sean Combs. EDUARDO MUNOZ ALVAREZ

Dóm­ur í máli Sean Diddy Combs var kveðinn upp í al­rík­is­dómi í New York rétt í þessu. 

Kviðdóm­end­ur í mál­inu komust að þeirri niður­stöðu að Diddy hefði hvorki gerst upp­vís að fjár­drætti né man­sali á tveim­ur kon­um en hann var þó fund­inn sek­ur um að hafa flutt báðar kon­urn­ar í þeim til­gangi að láta þær stunda vændi. 

Teikning af sjálfum Sean Diddy Combs við réttarhöldin í New …
Teikn­ing af sjálf­um Sean Diddy Combs við rétt­ar­höld­in í New York. Skjá­skot/​Youtu­be

Ákæru­liðirn­ir sem Diddy var fund­inn sek­ur um, voru væg­ustu ákæru­liðirn­ir og kem­ur niðurstaða kviðdóms­ins því mörg­um ef­laust á óvart, en fjöldi vitna mættu fyr­ir dóm­inn og lýstu því hvernig Diddy hefði þvingað þau til að taka þátt í al­ræmd­um kyn­lífspar­tí­um hans, þar á meðal Cassie Vent­ure fyrr­um kær­asta hans.

Há­marks­refs­ing við þeim liðum sem Diddy var fund­inn sek­ur um er 10 ára fang­els­is­dóm­ur. 

Móðir Sean Combs yfirgefur dómshúsið í New York.
Móðir Sean Combs yf­ir­gef­ur dóms­húsið í New York. AFP

Sig­ur fyr­ir Diddy

Óvíst er hve þunga refs­ingu Diddy fær fyr­ir brot sín en dóm­ari í máli hans ákveður það. Verj­end­ur hans hafa þó farið fram á að hon­um verði sleppt í dag gegn trygg­ingu upp á eina millj­ón dala. 

Sam­kvæmt breska rík­is­út­varp­inu brut­ust út mik­il fagnaðarlæti í dómsaln­um þegar kviðdóm­ur­inn til­kynnti um niður­stöðu sína.

Sak­sókn­ar­inn í mál­inu, Maurene Comey, hef­ur þó gefið það út að hún muni fara fram á þyngstu mögu­lega refs­ingu í mál­inu enda sé ljóst að Diddy sé hættu­leg­ur ein­stak­ling­ur sem geti ekki fengið að ganga laus að mati ákæru­valds­ins.

Sonur Sean Combs, King Combs, yfirgefur dómshúsið.
Son­ur Sean Combs, King Combs, yf­ir­gef­ur dóms­húsið. AFP
Stuðningsmaður Diddys ánægður með niðurstöðuna.
Stuðnings­maður Diddys ánægður með niður­stöðuna. EDU­AR­DO MUNOZ AL­VAREZ
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert