Ekki vinnufriður í gæsluvarðhaldinu

Læknastofa heilsugæslu sveitarfélagsins Frosta var vettvangur allra brota Arnes Byes …
Læknastofa heilsugæslu sveitarfélagsins Frosta var vettvangur allra brota Arnes Byes utan eins. Hlaut hann 21 árs dóm í héraði. Ljósmynd/Norska lögreglan

Arne Bye, fyrr­ver­andi yf­ir­lækn­ir sveit­ar­fé­lags­ins Frosta í Þrænda­lög­um í Nor­egi, hef­ur dregið all­ar játn­ing­ar í kyn­ferðis­brota­máli sínu til baka og krefst þess að verða sleppt úr gæslu­v­arðhaldi, en þar hef­ur hann setið síðan í fe­brú­ar.

Í dag renn­ur nú­gild­andi gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður skeið sitt á enda og mun lög­regla þá fara fram á nýj­an úr­sk­urð héraðsdóm­ara.

Bye svaraði til saka fyr­ir Héraðsdómi Þrænda­laga þar sem hann sætti ákæru fyr­ir að nauðga 87 kven­kyns sjúk­ling­um sín­um á ára­bil­inu 2004 til 2022 og gera mynd­skeið af hátt­semi sinni með tólf mynda­vél­um.

Fund­inn sek­ur um 70 nauðgan­ir

Lauk aðalmeðferð fyr­ir héraðsdómi í fe­brú­ar og var dóm­ur ekki kveðinn upp fyrr en í júní vegna hins gríðarlega um­fangs máls­ins, en sá hluti gagna þess sem var á skrif­legu formi náði yfir 40.000 blaðsíður auk þess sem mynd­skeið lækn­is­ins töldu sam­tals 5.500 klukku­stund­ir.

Féllst héraðsdóm­ur á kröf­ur ákæru­valds­ins, þeirra Eli Re­berg Nessimo og Rik­h­ard Haugen Lyng héraðssak­sókn­ara, og dæmdi Bye til 21 árs fang­elsis­vist­ar, en þar sem ekki er enn að hon­um komið í biðröðinni eft­ir afplán­un hjá norsk­um fang­els­is­mála­yf­ir­völd­um þarf lög­regla að fara fram á fram­lengt gæslu­v­arðhald í áföng­um þar sem ekki er talið óhætt með til­liti til al­manna­hags­muna að yf­ir­lækn­ir­inn fyrr­ver­andi gangi laus.

Fann héraðsdóm­ur Bye sek­an um 70 nauðgan­ir auk þess að hafa í 82 til­fell­um mis­notað stöðu sína til að eiga kyn­ferðis­legt sam­neyti við sjúk­linga. Játaði lækn­ir­inn við aðalmeðferð máls­ins að hafa nauðgað 21 konu og í 44 til­fell­um mis­notað stöðu sína. Viður­kenndi hann sakarábyrgð sína á þeim brot­um.

Með 10.000 síður af eig­in at­huga­semd­um

Bye hef­ur nú áfrýjað dómi héraðsdóms til milli­dóm­stigs­ins lög­manns­rétt­ar auk þess að draga all­ar fyrri játn­ing­ar til baka, þrátt fyr­ir að meðferð máls­ins fyr­ir héraðsdómi sé lokið og dóm­ur upp kveðinn þar.

Ástæðuna fyr­ir því að Bye krefst þess að verða lát­inn laus úr gæslu­v­arðhaldi seg­ir hann, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK, vera þá að þar sé eng­inn vinnufriður fyr­ir hann til að búa sig und­ir málsmeðferðina fyr­ir lög­manns­rétti.

„Um­fang máls­ins, eins og það var lagt fyr­ir héraðsdóm, var 40.000 síður og gróft reiknað um 6.000 klukku­stund­ir af upp­tök­um. Þar að auki er ég með um það bil 10.000 síður af eig­in at­huga­semd­um,“ seg­ir Bye við NRK og bæt­ir því við að aðstæður í varðhald­inu séu hon­um óhag­stæðar, þar hafi hann tak­markaðan aðgang að tölvu og máls­gögn­un­um um­fangs­miklu.

„Ég lít ekki svo á að ég beri refsi­á­byrgð í mál­inu, ég hef dregið all­ar fyrri játn­ing­ar mín­ar til baka,“ seg­ir hann, „ég hef aldrei séð hluta af upp­tök­un­um og aðstæðurn­ar í fang­els­inu til að und­ir­búa áfrýj­un­ar­málið eru von­laus­ar.“

NRK

NRK-II (Bye áfrýj­ar dómi héraðsdóms)

VG

TV2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert