Íran slítur formlega samstarfi við IAEA

Rafael Grossi, formaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, á fundi hennar í síðasta mánuði.
Rafael Grossi, formaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, á fundi hennar í síðasta mánuði. AFP/Joe Klamar

Ákvörðun Írans um að slíta form­lega sam­starfi sínu við Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna (IAEA) hef­ur vakið áhyggj­ur alþjóðasam­fé­lags­ins.

Ákvörðun ír­anskra stjórn­valda kem­ur í kjöl­far tólf daga átaka milli Írans og Ísra­els sem for­dæma­laus­ar loft­árás­ir Ísra­ela og Banda­ríkja­manna settu svip sinn á. 

Ekki hafa borist fregn­ir af frek­ari kjarn­orku­viðræðum Írans við Banda­rík­in, enda sam­skipti milli ríkj­anna stirð um þess­ar mund­ir.

Tryggja rétt Írans til auðgun­ar úr­ans

Þann 25. júní, ein­um degi eft­ir að vopna­hlé milli ríkj­anna tók gildi, kaus yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti lög­gjaf­ar­valds Írans að stöðva sam­starf við Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ina, og sú lög­gjöf hef­ur nú tekið gildi.

Að sögn ír­anskra fjöl­miðla er til­gang­ur lag­anna sá að „tryggja full­an stuðning við áskapaðan rétt íslamska lýðveld­is­ins Írans“ sam­kvæmt samn­ingi um tak­mörk­un á út­breiðslu kjarna­vopna, með sér­staka áherslu á auðgun úr­ans.

Staða eft­ir­lits­manna óviss

Eft­ir­lits­menn Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar hafa þar til ný­lega haft aðgang að yf­ir­lýst­um kjarn­orku­rann­sókn­ar­stöðvum Írans, en staða þeirra er óviss í ljósi sam­starfsslit­anna.

Sendi­herra Írans til Sam­einuðu þjóðanna seg­ir eft­ir­lits­menn­ina ör­ugga og stadda í Íran, en að þeim verði ekki leng­ur heim­ill aðgang­ur að kjarn­orku­rann­sókn­ar­stöðvum Írans.

Fordó, ein af meginkjarnorkurannsóknarstöðvum Írans, er talin hafa verið lögð …
For­dó, ein af meg­in­kjarn­orku­rann­sókn­ar­stöðvum Írans, er tal­in hafa verið lögð í rúst af loft­skeyt­um Banda­ríkj­anna. AFP/​Max­ar Technologies

Uggvæn­legt og „óá­sætt­an­legt“

Mik­ill ugg­ur er inn­an alþjóðasam­fé­lags­ins vegna sam­starfsslit­anna, og hef­ur Þýska­land meðal ann­ars kallað ákvörðun Írans „hrap­al­legt merki“.

Talsmaður rit­ara Sam­einuðu þjóðanna seg­ir ákvörðun­ina „aug­ljós­lega valda áhyggj­um,“ en Ant­onio Guter­res, rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, hafi ít­rekað kallað eft­ir því að Íran­ir væru sam­starfs­fús­ir Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­inni.

Talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Banda­ríkj­anna, Tammy Bruce, seg­ir sam­starfsslit­in „óá­sætt­an­leg“ í ljósi nýtil­kom­ins tæki­fær­is Írans til þess að „snúa við og feta veg friðar og vel­sæld­ar“.

Antonio Guterres, ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað kallað eftir því …
Ant­onio Guter­res, rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, hef­ur ít­rekað kallað eft­ir því að Íran sýni stofn­un­inni sam­vinnuþýði. AFP/​Ludovic Mar­in
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert