Kínverjar segja að stjórnvöld í landinu verði að samþykkja endurholgun Dalai Lama eftir að tíbeski trúarleiðtoginn sagði að annar myndi taka við af honum eftir að hann deyr.
Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytsins greindi frá þessu.
Núverandi Dalai Lama, sem verður níræður í þessari viku, hefur verið í útlegð á Indlandi ásamt þúsundum annarra Tíbeta síðan kínverskir hermenn brutu á bak aftur uppreisn í tíbesku höfuðborginni Lhasa árið 1959.
Hann staðfesti fyrr í morgun að stofnun Dalai Lama til 600 ára muni halda áfram og dró um leið úr áhyggjum margra Tíbeta sem óttuðust framtíð án andlegs- og pólitísks leiðtoga.
Að sögn Tíbeta er Tenzin Gyatso fjórtánda endurholdgun Dalai Lama.
Kínverjar líta á núverandi Dalai Lama sem aðskilnaðarsinna og vilja því taka lokaákvörðunina um eftirmanninn.