Kínverjar þurfa að samþykkja eftirmanninn

Dalai Lama.
Dalai Lama. AFP

Kín­verj­ar segja að stjórn­völd í land­inu verði að samþykkja end­ur­holg­un Dalai Lama eft­ir að tíbeski trú­ar­leiðtog­inn sagði að ann­ar myndi taka við af hon­um eft­ir að hann deyr.

Talsmaður kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyts­ins greindi frá þessu. 

Nú­ver­andi Dalai Lama, sem verður níræður í þess­ari viku, hef­ur verið í út­legð á Indlandi ásamt þúsund­um annarra Tíbeta síðan kín­versk­ir her­menn brutu á bak aft­ur upp­reisn í tíbesku höfuðborg­inni Lhasa árið 1959.

Hann staðfesti fyrr í morg­un að stofn­un Dalai Lama til 600 ára muni halda áfram og dró um leið úr áhyggj­um margra Tíbeta sem óttuðust framtíð án and­legs- og póli­tísks leiðtoga.

Að sögn Tíbeta er Tenz­in Gyat­so fjór­tánda end­ur­holdg­un Dalai Lama.

Kín­verj­ar líta á nú­ver­andi Dalai Lama sem aðskilnaðarsinna og vilja því taka loka­ákvörðun­ina um eft­ir­mann­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert