Loftárásir tafið kjarnorkuáætlun um allt að tvö ár

Greining varnarmálaráðuneytisins segir til um eins til tveggja ára töf
Greining varnarmálaráðuneytisins segir til um eins til tveggja ára töf AFP/Andrew Harnik

Loft­árás­ir Banda­ríkj­anna á kjarn­orku­rann­sókn­ar­stöðvar í Íran töfðu kjarn­orku­áætlun lands­ins um allt að tvö ár, að því er seg­ir í nýrri skýrslu varn­ar­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna sem kom út í dag.

„Sam­kvæmt grein­ing­um inn­an ráðuneyt­ins höf­um við tafið áætl­un þeirra um eitt til tvö ár að minnsta kosti,“ seg­ir talsmaður banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins, Sean Par­nell. 

„Við hugs­um að það sé lík­lega nær tveim­ur árum,“ bæt­ir hann við.

Kjarn­orku­áætlun Írans um­deild

B-2 sprengiflug­vél­ar Banda­ríkj­anna með GBU-57 sprengj­ur inn­an­borðs hæfðu tvö rann­sókn­ar­svæði í Íran í síðasta mánuði og Toma­hawk-loft­skeyti hæfðu það þriðja.

Loft­árás Banda­ríkj­anna kom í kjöl­far um­fangs­mik­illa árása Ísra­els á kjarn­orku­svæði, -vís­inda­menn og hers­höfðingja Írans til þess að binda endi á kjarn­orku­áætlun hins íslamska rík­is.

Írönsk stjórn­völd segja rann­sókn­ir sín­ar á kjarn­orku miða að því að bæta lífs­kjör borg­ara, en önn­ur ríki draga þær full­yrðing­ar í efa og segja áætl­un­ina miða að fram­leiðslu kjarn­orku­vopna. 

Nú síðast sleit ír­anska lög­gjaf­ar­valdið sam­starfi við Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert