Ellefu hafa verið dæmdir til dauða í Víetnam fyrir að smygla 140 kílóum af fíkniefnum frá Laos til landsins árið 2019. Tveir í hópnum eru lögregluþjónar.
Frá þessu greina víetnamskir miðlar.
Glæpaforinginn Nguyen Thi Kim Huong fékk vægari dóm í ljósi þess að hún á barn. Var hún dæmd í lífstíðarfangelsi.
Í síðasta mánuði var dauðarefsingin afnumin fyrir átta glæpi í Víetnam, þar á meðal njósnir og tilraun til valdaráns. Dauðarefsingunni má þó enn beita fyrir fíkniefnasmygl.
Síðla árs 2024 voru 27 dæmdir til dauða fyrir að smygla 626 kílóum af fíkniefnum frá Kambódíu til Víetnam.
Yfirvöld í Víetnam hafa ekki gefið út upplýsingar um fjölda þeirra sem teknir eru af lífi árlega með dauðarefsingunni en Amnesty International áætlar að það séu 1.200 á ári.