Lögreglumenn í hópi smyglara sem voru dæmdir til dauða

Hanoi, höfuðborg Víetnam.
Hanoi, höfuðborg Víetnam. AFP

Ell­efu hafa verið dæmd­ir til dauða í Víet­nam fyr­ir að smygla 140 kíló­um af fíkni­efn­um frá Laos til lands­ins árið 2019. Tveir í hópn­um eru lög­regluþjón­ar.

Frá þessu greina víet­namsk­ir miðlar. 

Glæpa­for­ing­inn Nguyen Thi Kim Huong fékk væg­ari dóm í ljósi þess að hún á barn. Var hún dæmd í lífstíðarfang­elsi.

Gefa ekki upp hve marg­ir eru tekn­ir af lífi

Í síðasta mánuði var dauðarefs­ing­in af­num­in fyr­ir átta glæpi í Víet­nam, þar á meðal njósn­ir og til­raun til vald­aráns. Dauðarefs­ing­unni má þó enn beita fyr­ir fíkni­efna­smygl.

Síðla árs 2024 voru 27 dæmd­ir til dauða fyr­ir að smygla 626 kíló­um af fíkni­efn­um frá Kambódíu til Víet­nam.

Yf­ir­völd í Víet­nam hafa ekki gefið út upp­lýs­ing­ar um fjölda þeirra sem tekn­ir eru af lífi ár­lega með dauðarefs­ing­unni en Am­nesty In­ternati­onal áætl­ar að það séu 1.200 á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert