Sautján ára drengur látinn á Hróarskeldu

Gestir á Hróarskelduhátíðinni böðuðu sig í vatni skammt frá hátíðarsvæðinu. …
Gestir á Hróarskelduhátíðinni böðuðu sig í vatni skammt frá hátíðarsvæðinu. Sautján ára drengur drukknaði. AFP/Ida Marie Odgaard

Sautján ára gam­all dreng­ur lést af völd­um drukkn­un­ar í litlu stöðuvatni ná­lægt Hró­arskeldu á Sjálandi fyrr í dag. 

Þessu grein­ir danska rík­is­út­varpið DR frá.

Dreng­ur­inn var frá Kaup­manna­höfn og var stadd­ur í Hró­arskeldu til að sækja hina geysi­vin­sælu tón­list­ar­hátíð sem þar fer nú fram. 

Rann­sókn lög­reglu stend­ur yfir

Hátíðargest­ir urðu var­ir við fjölda lög­reglu- og sjúkra­bíla sem keyrði í átt að Himmelsøen, litlu stöðuvatni ná­lægt hátíðarsvæðinu, fyrr í dag.

Til­kynnt var um and­látið í færslu lög­reglu­embætt­is Mið- og Vest­ur-Sjá­lands á sam­fé­lags­miðlin­um X nokkru síðar. 

Í færsl­unni seg­ir að enn sé unnið að því að rann­saka hvernig and­látið bar að, en þær upp­lýs­ing­ar sem liggi fyr­ir bendi til þess að um slys hafi verið að ræða.

Opnað var inn á hátíðarsvæðið í Hróarskeldu í dag. Mikill …
Opnað var inn á hátíðarsvæðið í Hró­arskeldu í dag. Mik­ill hiti er á svæðinu. AFP/​Ida Marie Od­ga­ard

Kæla sig vegna hita­bylgj­unn­ar

Al­gengt er að gest­ir og heima­menn baði sig í vatn­inu, sem er um 11 metra djúpt þar sem það er dýpst.

Vegna hita­bylgj­unn­ar sem nú geis­ar í Evr­ópu er ekki ólík­legt að hátíðargest­ir hafi notað vatnið til að kæla sig meðan mesti hit­inn, 31 gráða, reið yfir.

Skipu­legg­end­ur hátíðar­inn­ar segj­ast miður sín yfir at­vik­inu og senda inni­leg­ar samúðarkveðjur til aðstand­enda að því er Ekstra Bla­det grein­ir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert