Tveir hafa látist í hitabylgjunni í Frakklandi undanfarna daga að sögn Agnes Pannier-Runacher, umhverfisráðherra Frakklands, en nýliðinn júnímánuður mældist sá heitasti frá upphafi mælinga árið 1900.
Runacher segir að yfir 300 manns hafi leitað aðstoðar vegna hitabylgjunnar og hafi tveir látist vegna hitatengdra veikinda. Víða í Frakklandi hefur hitinn farið vel yfir 30 stig og í gær fór hitastigið í tæp 37 stig í höfuðborginni París.
Hitinn í júní í Frakklandi var þremur gráðum yfir meðallagi og þann 30. júní varð heitasti dagurinn í júní frá því að mælingar hófust árið 1947. Var þá slegið fyrra met frá 2019.