Tveir látnir í hitabylgjunni í Frakklandi

Fólk að kæla sig í gosbrunni í borginni Reims í …
Fólk að kæla sig í gosbrunni í borginni Reims í Norður-Frakklandi. AFP

Tveir hafa lát­ist í hita­bylgj­unni í Frakklandi und­an­farna daga að sögn Agnes Pannier-Runacher, um­hverf­is­ráðherra Frakk­lands, en nýliðinn júní­mánuður mæld­ist sá heit­asti frá upp­hafi mæl­inga árið 1900.

Runacher seg­ir að yfir 300 manns hafi leitað aðstoðar vegna hita­bylgj­unn­ar og hafi tveir lát­ist vegna hita­tengdra veik­inda. Víða í Frakklandi hef­ur hit­inn farið vel yfir 30 stig og í gær fór hita­stigið í tæp 37 stig í höfuðborg­inni Par­ís.

Hit­inn í júní í Frakklandi var þrem­ur gráðum yfir meðallagi og þann 30. júní varð heit­asti dag­ur­inn í júní frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 1947. Var þá slegið fyrra met frá 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert