Árás í hraðlest í Þýskalandi

Fjórir eru slaðaðir eftir að maður réðst á farþega í …
Fjórir eru slaðaðir eftir að maður réðst á farþega í hraðlest í Þýskalandi. AFP

Fjór­ir særðust í hraðlest í suður­hluta Þýska­lands í dag þegar maður réðst á þá með hættu­legu vopni, að sögn þýsku lög­regl­unn­ar.

Maður­inn var hand­tek­inn í kjöl­farið en um 500 farþegar voru um borð í lest­inni sem var á leið til Vín­ar. Árás­in átti sér stað þegar hún var stödd ná­lægt þorp­inu Strasskirchen í Bæj­ar­landi, um 70 kíló­metr­um frá landa­mær­um Þýska­lands og Aust­ur­rík­is.

Fjór­ir hlutu minni hátt­ar meiðsl en dag­blaðið Bild greindi í fyrstu frá því að exi hefði lík­lega verið notuð til að ráðast á farþeg­ana en síðar kom fram að lík­lega væri um ham­ar að ræða.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Bæj­ar­landi seg­ir að tví­tug­ur karl­maður frá Sýr­landi hafi ráðist á farþega. Hann var flutt­ur af lög­reglu á sjúkra­hús til aðhlynn­ing­ar eft­ir að hann var yf­ir­bugaður af farþegum lest­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert