Pentagon til Svíþjóðar

Bresk Merlin-herþyrla sveimar yfir USS Mount Whitney á Baltops-heræfingunni árið …
Bresk Merlin-herþyrla sveimar yfir USS Mount Whitney á Baltops-heræfingunni árið 2020. Skipið heimsækir nú Stokkhólm eftir sömu æfingu sem nú var að ljúka. Ljósmynd/LPhot Dan Rosenbaum/MOD

Það veg­ur 18.400 tonn full­hlaðið, er 189 metr­ar á lengd­ina með 300 manns í áhöfn og rist­ir 9,8 metra niður í salt­an sæ, fleyið sem form­lega heit­ir USS Mount Whitney, en ber óform­lega gælu­nafnið „fljót­andi Pentagon“ og dreg­ur þar nafn sitt af hinu fimm­hyrnda hús­næði banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins.

Þarna er komið flagg­skip sjötta flota banda­ríska sjó­hers­ins og um leið fljót­andi stjórn­stöð hans, „command ship“ eins og það út­leggst upp á ensku, og er statt í höfn­inni í sænsku höfuðborg­inni Stokk­hólmi eins og er, í heim­sókn eft­ir þátt­töku í NATO-heræf­ing­unni Baltops sem stjórnað var úr brúnni hjá Col­in Price skip­stjóra sem ræðir við sænska rík­is­út­varpið SVT.

Grein­ir Price frá því að Rúss­ar hafi fylgst grannt með Baltops sem sænsk­ur kaf­bát­ur tók einnig þátt í auk þess sem nokkr­ir sænsk­ir sjó­her­menn voru stadd­ir um borð í USS Mount Whitney þegar skip­stjór­inn ræddi við rík­is­út­varpið.

Spennuþrungið á Eystra­salti

„Við höf­um haft nokkra sænska fjar­skipta­menn um borð síðan á æf­ing­unni stóð, þeir eru hluti af mannafla NATO um borð,“ seg­ir Price og grein­ir frá því að rúss­nesk­ar herflug­vél­ar hafi flogið ná­lægt skipi hans á meðan æft var í Eystra­salt­inu. Ekki vill hann þó svara spurn­ingu frétta­manns SVT um hve ná­lægt Rúss­arn­ir flugu.

Midway-orrustunnar á Kyrrahafi í júní 1942 minnst á dekki USS …
Midway-orr­ust­unn­ar á Kyrra­hafi í júní 1942 minnst á dekki USS Mount Whitney 5. júní 2013. Banda­ríkja­menn og Jap­an­ar háðu hild­ina við Midway í fjóra daga sem lauk með því að jap­anski flot­inn, und­ir stjórn Isoroku Yama­moto aðmíráls, galt af­hroð og missti rúm­lega 3.000 manns á móti rúm­um 300 Banda­ríkja­mönn­um. Sig­ur­sæl­asti flugmaður banda­ríska flot­ans, Norm­an Jack “Dusty” Kleiss, hæfði tvö japönsk flug­móður­skip, Kaga og Hiryu, og orr­ustu­skipið Mikuma, með sprengj­um er hann varpaði úr Douglas SBD Daunt­less dýfu­sprengju­vél sinni. Kleiss lést 100 ára gam­all árið 2016. Ljós­mynd/​Mate 2nd Class Sarah Bir/​U.S. Navy

And­rúms­loftið hef­ur verið spennuþrungið á Eystra­salt­inu það sem af er sum­ars, skrif­ar SVT, og hafa skip hins svo­kallaða „skugga­flota“ Rúss­lands – yf­ir­leitt úr sér geng­in tank­skip eða göm­ul haf­rann­sókna­skip við njósn­ir eða skemmd­ar­verk á neðan­sjáv­ar­innviðum – haft þar nokkra nær­veru, stund­um í fylgd rúss­neskra her­skipa, auk þess sem hvort tveggja aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins og Rúss­ar hafa staðið þar fyr­ir æf­ing­um.

Seg­ir Price nær­veru rúss­nesku herflug­vél­anna ekki hafa bakað áhöfn hins fljót­andi „varn­ar­málaráðuneyt­is“ nokkr­ar áhyggj­ur og ekk­ert verið óeðli­legt við þá um­ferð. „Baltops fór fram í Eystra­salt­inu miðju þar sem alþjóðlegt loft­rými er yfir og þess­ar vél­ar geta flogið þar um að vild,“ seg­ir skip­stjór­inn.

Í sjó­inn á af­mæli rokk­goðsins

Sem fyrr seg­ir var Baltops stjórnað frá USS Mount Whitney og seg­ir Jon­ath­an Desimo­ne, yf­ir­maður slíkra stjórn­un­araðgerða af hálfu skips­ins, að meg­in­verk­efni áhafn­ar­inn­ar sé að ann­ast fjar­skipti og starf­rækja þau kerfi sem nýtt eru til að stjórna æf­ing­um og raun­veru­leg­um styrj­ald­araðgerðum.

USS Mount Whitney er komið hátt á sextugsaldur, sjósett árið …
USS Mount Whitney er komið hátt á sex­tugs­ald­ur, sjó­sett árið 1970. Ljós­mynd/​Mate 2nd Class Sarah Bir/​U.S. Navy

USS Mount Whitney hef­ur verið á ferð um Eystra­saltið all­an júní­mánuð vegna æf­ing­ar­inn­ar, en eins og mörg hinna stærri fleyja banda­ríska sjó­hers­ins er það komið til ára sinna.

Flikki þessu, sem til­heyr­ir hönn­un­ar­flokkn­um Blue Ridge og heit­ir í höfuðið á hæsta tindi Sierra Nevada-fjall­g­arðsins í Kali­forn­íu, var hleypt af stokk­un­um 8. janú­ar 1970, á 35 ára af­mæl­is­degi rokk­goðsins El­vis Presley sem þá var enn í góðum gír, og hóf skipið form­lega herþjón­ustu 16. janú­ar árið eft­ir með Gaeta á Ítal­íu sem heima­höfn.

Þrátt fyr­ir að áhöfn sé al­mennt ná­lægt 300 manns eru vist­ar­ver­ur um borð í USS Mount Whitney fyr­ir allt að 930 manns og var það fyrst banda­rískra her­skipa til að bjóða upp á sér­stak­lega út­bún­ar vist­ar­ver­ur ætlaðar kon­um.

3,8 millj­ón­ir lítra af olíu

Vopna­búnaður USS Mount Whitney er tak­markaður, enda er það ekki hannað með bein styrj­ald­ar­átök í huga og allt að 155 stöður áhafn­ar­inn­ar eru skipaðar óbreytt­um borg­ur­um sem ekki gegna herþjón­ustu. Skipið er búið tveim­ur Phal­anx CIWS-byssut­urn­um með sjálf­stýrðri miðun, tveim­ur 25 milli­metra Bus­hma­ster-fall­byss­um og fjór­um 12,7 milli­metra hríðskota­byss­um.

Flugskeyti af gerðinni RIM-7 Sea Sparrow skotið af þilfari USS …
Flug­skeyti af gerðinni RIM-7 Sea Sparrow skotið af þilfari USS Mount Whitney árið 1976. Vopna­búnaður skips­ins er létt­ur og ger­ir ekki ráð fyr­ir beinni þátt­töku þess í styrj­ald­ar­átök­um, enda er hlut­verk þess fyrst og fremst, stjórn og sam­ræm­ing hernaðaraðgerða og -æf­inga. Ljós­mynd/​U.S. Navy

Vist­ir áhafn­ar­inn­ar gera ráð fyr­ir 90 daga út­haldi og vatns­hreins­istöð um borð get­ur fram­leitt tæp­lega 400.000 lítra á sól­ar­hring af neyslu­vatni úr sjó. Eldsneyt­is­birgðir um borð eru tæp­lega 3,8 millj­ón­ir lítra miðað við full­fermi sem setja má í raun­hæft sam­hengi með því að á því ol­íu­magni gæti USS Mount Whitney siglt frá Nor­folk í Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­un­um til Mósam­bík við aust­ur­strönd Afr­íku og til baka til Nor­folk, 35 daga ferðalag.

Að lok­um má geta þess að „varn­ar­málaráðuneytið“ siglandi skart­ar tveim­ur ell­efu tonna þung­um akk­er­um sem hanga í rúm­lega 300 metra löng­um keðjum og veg­ur hvor keðja um sig mun meira en akk­er­in, eða tæp 25 tonn.

SVT

Svenska Dag­bla­det

Military Africa (USS Mount Whitney í heim­sókn í Lýb­íu í maí)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert