Tugir særðir eftir umfangsmiklar árásir Rússa

Rússar gerðu harða árás á Kænugarð í nótt.
Rússar gerðu harða árás á Kænugarð í nótt. AFP

Á ann­an tug manna eru særðir eft­ir um­fangs­mikla dróna­árás Rússa á Kænug­arð, höfuðborg Úkraínu, í nótt aðeins nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að sím­tal á milli Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta og Vla­dimírs Púts­ins Rúss­lands­for­seta lauk án ár­ang­urs.

„Enn og aft­ur sýn­ir Rúss­land að það hef­ur eng­in áform uppi um að binda enda á stríðið og hryðju­verk­in,“ seg­ir Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, á sam­fé­lags­miðlum.

Hann seg­ir 23 hafi særst í árás­inni en Rúss­ar skutu 550 drón­um og 11 eld­flaug­um og að sögn full­trúa úkraínska flug­hers­ins er þetta um­fangs­mesta árás Rússa á Úkraínu.

„Pútín sýn­ir greini­lega al­gjöra van­v­irðingu sína gagn­vart Banda­ríkj­un­um og öll­um sem hafa kallað eft­ir stríðslok­um,“ seg­ir Andriy Sybiga, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu á sam­fé­lags­miðlum.

Margar byggingar eru illa farnar eftir árásirnar í nótt.
Marg­ar bygg­ing­ar eru illa farn­ar eft­ir árás­irn­ar í nótt. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert