Heita því að leita þangað til allir eru fundnir

Viðbragðsaðilar við vinnu í miðju flóði.
Viðbragðsaðilar við vinnu í miðju flóði. AFP/Getty Images/Eric Vryn

Borg­ar­stjórn Kerrville í Texas hef­ur sent frá sér flóðviðvör­un og seg­ir von á áfram­hald­andi mik­illi rign­ingu og flóðum.

Seg­ir í viðvör­un­inni að ekki sé hægt að segja ná­kvæm­lega til um hvar á svæðinu flóðin muni halda áfram.

Flóð skall á í Kerr sýslu í Texas í Banda­ríkj­un­um um 150 km frá borg­inni San Ant­onio í gær­kvöldi og eru 24 látn­ir.

Flóðið hef­ur valdið skaða í bæj­un­um Kerrville, Ingram og Hunt. Á þriðja tug er enn saknað, meðal ann­ars barna sem dvöldu í sum­ar­búðum þegar flóðið skall á.

Hundruð viðbragðsaðila hjálp­ast að við leit­ina og hafa notið ut­anaðkom­andi aðstoðar. Lög­regl­an í Kerrville hef­ur heitið því að halda leit áfram þangað til all­ir eru fundn­ir.

Hundruðir viðbragðsaðila hjálpast að við leitina og hafa notið utanaðkomandi …
Hundruðir viðbragðsaðila hjálp­ast að við leit­ina og hafa notið ut­anaðkom­andi aðstoðar. AFP/​Getty Ima­ges/​Eric Vryn

Nota face­book-hóp til að leita að fjöl­skyldumeðlim­um

Fjöl­skyld­ur hafa verið að nota face­book-hóp­inn Kerrville Brekaing News til að leita að týnd­um ætt­ingj­um sín­um. Þangað til í gær­kvöldi hafði hóp­ur­inn verið notaður til að mæla með veit­inga­stöðum og aug­lýsa viðburði í ná­grenn­inu.

Íbúar á svæðinu hjálp­ast nú að inn­an hóps­ins með því að setja inn mynd­ir, heim­il­is­fang og tengiliðaupp­lýs­ing­ar fólks sem ekki hef­ur heyrst frá síðan flóðið skall á.

Ein móðir deildi upp­lýs­ing­um dótt­ur sinn­ar og tengda­son­ar og sagðist ekki hafa heyrt frá þeim, en heim­ili þeirra væri staðsett við stöðuvatn í Kerrville og hafi orðið und­ir í flóðinu.

Önnur kona í Aust­in í Texas sagðist ekki hafa heyrt frá ömmu sinni og afa, sem einnig byggju ná­lægt Gua­dal­u­pe-ánni.

Bílar hvolfdust í flóðinu og tré brotnuðu.
Bíl­ar hvolfd­ust í flóðinu og tré brotnuðu. AFP/​Ronaldo Schem­idt

„Þetta er al­gjör eyðilegg­ing“

Bud Bolt­on var stadd­ur í hjól­hýsa­hverfi í Kerrville þegar vatnið steypt­ist yfir svæðið.

„Fólk var fast inni í hjól­hýs­um sem flutu í burtu,“ sagði hann. „Börn öskruðu og ég gat ekk­ert gert fyr­ir þau“.

Íbúi í hjól­hýsa­hverf­inu Thom­as Rux sagðist hafa vaknað við þrum­ur og mikla rign­ingu um nótt­ina og slökkviliðið á svæðinu hefði fljót­lega reynt að rýma svæðið. Skömmu síðar tók flóðið hjól­hýsið hans.

„Þetta er al­gjör eyðilegg­ing. Þyrl­ur fljúga hér inn að bjarga fólki sem er fast í trjám. Þetta er veru­lega slæmt,“ sagði Lor­ena, eig­andi veit­ingastaðar í ná­grenn­inu.

BBC

AFP/​Getty Ima­ges/​Eric Vryn
AFP/​Getty Ima­ges/​Eric Vryn
AFP/​Ronaldo Schem­idt
AFP/​Getty Ima­ges/​Eric Vryn
AFP/​Getty Ima­ges/​Eric Vryn
AFP/​Getty Ima­ges/​Eric Vryn
AFP/​Ronaldo Schem­idt
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert