Sumarbúðir lagðar í rúst: Yfir 20 stúlkna saknað

Sumarbúðirnar eru í rústum eftir flóðið.
Sumarbúðirnar eru í rústum eftir flóðið. AFP/Ronaldo Schemidt

Að minnsta kosti 32 eru látn­ir eft­ir skyndiflóð sem skall á í Texas-ríki í Banda­ríkj­un­um á föstu­dag. Þar af eru 14 börn og 18 full­orðnir. Enn er á þriðja tug stúlkna saknað frá sum­ar­búðum sem staðsett­ar eru við ár­bakka í Kerr-sýslu.

Flóð skall á í Kerr-sýslu í Texas í Banda­ríkj­un­um, um 150 km frá borg­inni San Ant­onio, í gær­kvöldi og hef­ur tala lát­inna farið hækk­andi jafnt og þétt.

Nim Kidd, yf­ir­maður neyðar­stjórn­un­ar í Texas, heit­ir því að leitað verði þar til all­ir hafa verið fundn­ir. Leitað er með þyrl­um, bát­um og björg­un­ar­fólki á jörðu niðri.

For­eldr­ar leita að börn­un­um sín­um

Fyrr í dag sagði Larry Leitha, lög­reglu­stjóri í Kerr-sýslu, að enn væri leitað að 27 stúlk­um úr kristi­legu sum­ar­búðunum Camp Mystic, sem urðu illa úti í flóðunum. Um 750 stúlk­ur voru skráðar í búðirn­ar.

Banda­rísk­ir fjöl­miðlar hafa í kjöl­farið fengið staðfest að fjór­ar stúlk­ur af þeim 27 hafi fund­ist látn­ar.

Búðirn­ar, sem standa við bakka Gua­dal­u­pe-ár­inn­ar, urðu fyr­ir miklu tjóni. Teppi, dýn­ur, bangs­ar, gler­brot og annað ligg­ur á víð og dreif um sum­ar­búðirn­ar. For­eldr­ar stúlkn­anna taka þátt í leit­inni á vett­vangi.

„Dótt­ir mín var hér,“ sagði Michael, faðir sem leit­ar nú dótt­ur sinn­ar, í sam­tali við AFP-frétta­veit­una þegar hann skoðaði grjót­hlaðinn kofa með brotn­um glugg­um og fann að lok­um hand­klæði með nafn­inu henn­ar, arm­band og fjöl­skyldu­mynd.

Tjónið er verulegt.
Tjónið er veru­legt. AFP/​Ronaldo Schem­idt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert