Að minnsta 78 eru látnir vegna flóðanna í Texas og hefur tala látinna hækkað með deginum, en í morgun var talan 50. Þar af voru 15 börn. Reiknað er með því að talan muni halda áfram að hækka.
Björgunaraðilar eru í kapphlaupi við tímann þar sem fjölda fólks er enn saknað. Notast er við þyrlur og dróna í leitinni.
Í hópi þeirra sem er saknað eru ungar stelpur úr kristilegu sumarbúðunum Camp Mystic þar sem um 750 manns dvöldu. Áður kom fram að leitað væri að 27 stúlkum úr búðunum en yfirvöld hafa nú greint frá því að þær séu nú 10. Þau hafa ekki skýrt frá því hvers vegna talan lækkaði svona skyndilega.
Flóðin eru tilkomin vegna mikillar úrkomu og hefur vatnsyfirborð í Guadalupe-ánni náð 8 metrum.
Vatn úr ánni nær upp að þökum bústaða Camp Mystic-sumarbúðanna og hefur vatnsaflið brotið rúður og valdið miklum skemmdum.
Flóðin urðu vegna mikillar úrkomu sem hófst á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna þann 4. júlí. Rigningin stendur enn yfir í Kerr-sýslu og reikna yfirvöld með því að flóðin muni aukast víða í Texas-ríki.