Kapphlaup við tímann í Texas

Björgunaraðilar leita að fólki á Guadalupe ánni í Texas.
Björgunaraðilar leita að fólki á Guadalupe ánni í Texas. AFP/Ronaldo Schemidt

Að minnsta 78 eru látn­ir vegna flóðanna í Texas og hef­ur tala lát­inna hækkað með deg­in­um, en í morg­un var tal­an 50. Þar af voru 15 börn. Reiknað er með því að tal­an muni halda áfram að hækka.

Björg­un­araðilar eru í kapp­hlaupi við tím­ann þar sem fjölda fólks er enn saknað. Not­ast er við þyrl­ur og dróna í leit­inni.

Í hópi þeirra sem er saknað eru ung­ar stelp­ur úr kristi­legu sum­ar­búðunum Camp Mystic þar sem um 750 manns dvöldu. Áður kom fram að leitað væri að 27 stúlk­um úr búðunum en yf­ir­völd hafa nú greint frá því að þær séu nú 10. Þau hafa ekki skýrt frá því hvers vegna tal­an lækkaði svona skyndi­lega.

Áfram rign­ir

Flóðin eru til­kom­in vegna mik­ill­ar úr­komu og hef­ur vatns­yf­ir­borð í Gua­dal­u­pe-ánni náð 8 metr­um.

Vatn úr ánni nær upp að þökum bú­staða Camp Mystic-sum­ar­búðanna og hef­ur vatns­aflið brotið rúður og valdið mikl­um skemmd­um.  

Flóðin urðu vegna mik­ill­ar úr­komu sem hófst á þjóðhátíðardag Banda­ríkj­anna þann 4. júlí. Rign­ing­in stend­ur enn yfir í Kerr-sýslu og reikna yf­ir­völd með því að flóðin muni aukast víða í Texas-ríki. 

Mynd úr skála Camp Mystic í Texas. 11 stúlkna úr …
Mynd úr skála Camp Mystic í Texas. 11 stúlkna úr búðunum er enn saknað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert