Telja sig hafa handtekið skipuleggjanda tilræðisins

Hernandez er sagður með langa sakaskrá og á skrá hjá …
Hernandez er sagður með langa sakaskrá og á skrá hjá Interpol. AFP

Lög­regla í Kól­umb­íu hef­ur hand­tekið mann sem grunaður er um að hafa skipu­lagt til­ræðið gegn for­setafram­bjóðand­an­um Migu­el Uri­be í júní.

Maður­inn heit­ir Elder Jose Arteaga Hern­and­ez og er sagður hafa verið aðal­skipu­leggj­andi til­ræðis­ins. Á hann að hafa ráðið 15 ára ung­ling til verks­ins, sem er sagður til­heyra neti leigu­morðingja. Greiðslu sem sam­svar­ar 250 þúsund Banda­ríkja­döl­um á að hafa verið lofað fyr­ir verkið.

Skot­inn tvisvar í höfuðið fyr­ir fram­an kjós­end­ur

Uri­be er 39 ára gam­all hægris­innaður þingmaður. Hann var skot­inn tvisvar í höfuðið og einu sinni í hnéð, er hann var að ávarpa kjós­end­ur í höfuðborg­inni Bo­gata, áður en árás­armaður­inn var hand­tek­inn. Uri­be ligg­ur enn al­var­lega slasaður á sjúkra­húsi.

Lög­regla seg­ir Hern­and­ez hafa skipu­lagt at­bruðarás­ina fyr­ir til­ræðið, til­ræðið sjálft og það sem gerðist að til­ræðinu loknu.

Fimm verið hand­tekn­ir

Lög­regla hef­ur nú hand­tekið fimm í tengsl­um við málið, þar á meðal 15 ára bys­su­m­ann­inn. Hern­and­ez er sagður með langa saka­skrá og á skrá hjá In­terpol.

Uri­be til­kynnti um áform sín um að bjóða sig fram til for­seta í for­seta­kosn­ing­un­um sem fram fara á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert