Sakfelldir fyrir íkveikju að undirlagi Wagner-liða

Vöruhúsið er staðsett í austurhluta Lundúna. Mynd úr safni.
Vöruhúsið er staðsett í austurhluta Lundúna. Mynd úr safni. Ljósmynd/Colourbox

Þrír karl­menn hafa verið sak­felld­ir fyr­ir að kveikja í vöru­húsi í Lund­ún­um fyr­ir hönd rúss­neska málaliðahóps­ins Wagner. Fyr­ir­tækið sem hafði starf­semi í hús­næðinu sendi hjálp­ar­gögn og gervi­hnatta­búnað frá Starlink til Úkraínu. 

Jakeem Rose, Ugnius Asmena og Nii Mensah voru fundn­ir sek­ir fyr­ir að hafa stofnað lífi fólks í hættu með íkveikj­unni. Mikið tjón varð í vöru­hús­inu eft­ir íkveikj­una eða tjón upp á rúm­lega millj­ón pund. 

Wagner-liðar greiddu mönn­un­um fyr­ir íkveikj­urn­ar en það voru þeir Dyl­an Earl og Jake Reeves sem játuðu að hafa skipu­lagt brotið að fyr­ir­mæl­um Wagner-liða.

Fleiri brot skipu­lögð

Earl er fyrsti ein­stak­ling­ur­inn sem er dæmd­ur fyr­ir brot sam­kvæmt lög­um um þjóðarör­yggi sem samþykkt voru á breska þing­inu árið 2023. Lög­in voru samþykkt til að tak­ast á við aukna hættu af fjand­sam­legri starf­semi er­lendra ríkja. 

Við rétt­ar­höld máls­ins kom fram að fleiri brot hefðu verið skipu­lögð í borg­inni að frum­kvæði málaliðahóps­ins, þar á meðal íkveikj­ur á veit­inga­stöðum og vín­búðum. Málaliðahóp­ur­inn Wagner er skil­greind­ur sem hryðju­verka­sam­tök í Bretlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert