Miklar GPS-truflanir á Eystrasalti

Sænskir og fleiri þjóða sjófarendur á Eystrasalti tilkynna nú í …
Sænskir og fleiri þjóða sjófarendur á Eystrasalti tilkynna nú í gríð og erg um truflanir á GPS-netinu og virðast skip í sumum tilfellum stödd á þurru landi. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir SVT

Trufl­an­ir á GPS-staðsetn­ing­ar- og leiðsögu­kerf­inu gera nú áhöfn­um sjóf­ara á Eystra­salti lífið leitt, en þær lýsa sér í rangri staðsetn­ingu skipa og báta, svo sem með þeim hætti að fara­tæki þessi virðist stödd uppi á þurru landi.

Þannig sýnd­ist sænskri áhöfn ekki bet­ur, af GPS-tæk­inu að ráða, en að hún væri á sigl­ingu eft­ir götu í Kalínígrad, gamla prúss­neska virk­inu frá 13. öld sem síðar féll und­ir Sov­ét­rík­in, en klofnaði frá þeim við fallið árið 1991 þegar hlut­ar Litáens og Hvíta-Rúss­lands skildu skyndi­lega að.

„Ein­hver vill trufla okk­ur á þess­um hluta Eystra­salts­ins. Hvers vegna er erfitt að segja til um,“ seg­ir Kri­stof­fer Hult­gren við sænska rík­is­út­varpið SVT, en hann er sér­fræðing­ur í ör­ygg­is­mál­um á sjó við Sam­fé­lags­ör­ygg­is- og viðbúnaðar­stofn­un Svíþjóðar, MSB.

Rammt kveður að trufl­un­um

Þar á bæ hafa eft­ir­lits­deild­ir tekið eft­ir reglu­leg­um GPS-trufl­un­um frá því síðla árs 2023 sem í byrj­un höfðu meiri áhrif á flug­um­ferð, en nú er svo komið að sam­göngu­tæki á hafflet­in­um finna mest fyr­ir óár­an­inni og eru þar tóm­stunda­bát­ar ekki und­an­skild­ir.

Svo rammt kveður að trufl­un­un­um að sænska sigl­inga­mála­stofn­un­in hef­ur sent frá sér aðvör­un vegna máls­ins og bend­ir á að fylgj­ast megi með til­kynn­ing­um sjófar­enda um trufl­an­ir á vefsíðunni GP­SJAM.

Örðugt er að segja ná­kvæm­lega til um hvaðan trufl­an­irn­ar ber­ast eða hvers vegna þær aukast reglu­lega, en hóp­ur pólskra rann­sak­enda tel­ur sig geta rakið að minnsta kosti hluta þeirra til svæðis rétt utan við Kalíníngrad. Frá þessu grein­ir vefsíðan Defen­seNews.

„Mik­il­vægt er að gæta að því að hafa sjó­kort um borð í bát­um og geta reiknað út staðsetn­ingu eft­ir öðrum leiðum,“ seg­ir Ella Sjö­berg, talsmaður sjó­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Sjöräddn­ings­säll­skapet, en þangað hef­ur fjöldi til­kynn­inga um trufl­an­ir borist frá sjófar­end­um á Eystra­salti.

SVT

Defen­seNews

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert