Aðgerðirnar náðu til 43 ríkja: 158 handteknir

Íslensk lögregluyfirvöld tóku þátt í aðgerðunum en hér á landi …
Íslensk lögregluyfirvöld tóku þátt í aðgerðunum en hér á landi fundust 36 hugsanlegir þolendur. Ljósmynd/Colourbox

Lög­regla bjargaði alls 1.194 hugs­an­leg­um þolend­um man­sals og hand­tók 158 grunaða í samþætt­um aðgerðum á for­ræði Europol, Frontex og In­terpol í 43 ríkj­um í síðasta mánuði.

Meintu þolend­urn­ir komu frá 64 lönd­um, en flest­ir voru frá Rúm­en­íu, Úkraínu, Kól­umb­íu, Kína og Ung­verjalandi.

Rann­sókn­in teyg­ir anga sína víða um heim, þar á meðal til Aust­ur­rík­is, Bras­il­íu og Taí­lands.

Íslensk lög­reglu­yf­ir­völd tóku þátt í aðgerðunum en hér á landi fund­ust 36 hugs­an­leg­ir þolend­ur. Flest­ir tengj­ast kyn­lífsm­an­sali og er meiri­hlut­inn kon­ur. Ekki kom fram í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar í morg­un hvort ein­hver hefði verið hand­tek­inn á Íslandi.

Börn þvinguð til að fremja glæpi

Yfir fimmtán þúsund komu að aðgerðunum á alþjóðavísu sem bera heitið Alþjóðlega keðjan (e. Global chain).

„Mörg fórn­ar­lambanna hafa verið flutt yfir landa­mæri og jafn­vel á milli heims­álfa, sem sýn­ir hve alþjóðavætt skipu­lagt man­sal er,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Europol.

„Rann­sókn­ir sýna að mik­ill meiri­hluti þolenda kyn­lífsm­an­sals eru kon­ur og full­orðið fólk, á meðan að man­sal á börn­um und­ir lögaldri teng­ist aðallega betli og þvingaðri þátt­töku í glæp­a­starf­semi eins og vasaþjófnaði.“

„Mak­ar“ neyða síðan kon­ur í man­sal

Í einni aðgerð aust­ur­rísku lög­regl­unn­ar, þar sem átta kon­um var bjargað, voru sjö hand­tekn­ir.

Hinir grunuðu, sex Rúm­en­ar og einn Ung­verji, voru með tengsl við rúm­ensk­an glæpa­hóp sem starfaði í nokkr­um ríkj­um inn­an Evr­ópu, að sögn rann­sak­enda.

Þolend­urn­ir voru þvingaðir í man­sal með aðferð sem kölluð er elsk­huga-aðferðin (e. lover-boy met­hod).

Hún fel­ur í sér að glæpa­menn­irn­ir kynn­ist þolend­un­um og hefji róm­an­tískt sam­band með þeim. Síðar þvinga menn­irn­ir kon­urn­ar í kyn­lífs­vinnu.

Lokkuðu þolend­ur að með „starfstil­boði“

Í Bras­il­íu tókst lög­regl­unni að brjóta á bak aft­ur glæpa­hóp sem hneppti fólk í hald eft­ir að hafa lofað því starfi. Því næst voru þolend­urn­ir send­ir til Mjan­mar í kyn­lífsm­an­sal.

Lög­regl­an í Taílandi hand­tók tólf sem eru grunaðir um aðild að glæpa­hring sem held­ur úti vin­sæl­um sam­fé­lags­miðlareikn­ingi þar sem börn und­ir lögaldri eru gerð út í vændi.

Fíkni­efna- og glæpa­skrif­stofa Sam­einuðu þjóðanna seg­ir man­sal hafa stór­auk­ist frá ár­inu 2020. Sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­inn­ar frá því í des­em­ber á síðasta ári hækkaði fjöldi hugs­an­legra man­sals­fórn­ar­lamba úr ríf­lega 48 þúsund árið 2020 í tæp­lega 70 þúsund árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert