Skila um 2.000 ára gömlum gripum til Egyptalands

Saksóknari í Brussel segir það réttlætisverk að skila gripunum til …
Saksóknari í Brussel segir það réttlætisverk að skila gripunum til upprunalands síns. AFP/Khaled Desouki

Belg­ísk yf­ir­völd lýstu því yfir fyrr í dag að þau hefðu af­hent Egypt­um um það bil tvö þúsund ára gamla gripi, ára­tug­um eft­ir að lög­regl­an í Brus­sel lagði hald á þá.

Grip­irn­ir sem um ræðir eru steink­ista og tréskegg en sak­sókn­ar­ar sögðu að þeir hefðu verið af­hend­ir sendi­herra Egypta­lands við at­höfn í höfuðborg Belg­íu.

Belg­íska lög­regl­an lagði hald á grip­ina árið 2015 eft­ir að In­terpol gaf út til­kynn­ingu í kjöl­far beiðni frá dóm­stóli í Egyptalandi. Á meðan mál­sókn­inni stóð voru þeir geymd­ir í Kon­ung­lega list- og sögu­safn­inu í Brus­sel.

Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir að steink­ist­an, sem er frá Ptó­lemaíu­tím­an­um, milli fjórðu og þriðju ald­ar fyr­ir Krist hafi án efa til­heyrt meðlimi egypskr­ar há­menn­ing­ar.

Ju­lien Mo­inil, sak­sókn­ari í Brus­sel, seg­ir að eft­ir tíu ára rann­sókn og málsmeðferð sé það sann­kallað rétt­lætis­verk að skila hlut sem var mis­notaður úr arf­leifð sinni til upp­runa­lands síns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert