Belgísk yfirvöld lýstu því yfir fyrr í dag að þau hefðu afhent Egyptum um það bil tvö þúsund ára gamla gripi, áratugum eftir að lögreglan í Brussel lagði hald á þá.
Gripirnir sem um ræðir eru steinkista og tréskegg en saksóknarar sögðu að þeir hefðu verið afhendir sendiherra Egyptalands við athöfn í höfuðborg Belgíu.
Belgíska lögreglan lagði hald á gripina árið 2015 eftir að Interpol gaf út tilkynningu í kjölfar beiðni frá dómstóli í Egyptalandi. Á meðan málsókninni stóð voru þeir geymdir í Konunglega list- og sögusafninu í Brussel.
Í yfirlýsingu segir að steinkistan, sem er frá Ptólemaíutímanum, milli fjórðu og þriðju aldar fyrir Krist hafi án efa tilheyrt meðlimi egypskrar hámenningar.
Julien Moinil, saksóknari í Brussel, segir að eftir tíu ára rannsókn og málsmeðferð sé það sannkallað réttlætisverk að skila hlut sem var misnotaður úr arfleifð sinni til upprunalands síns.