Baðst afsökunar á ummælum Grok

Musk stofnaði xAI árið 2023.
Musk stofnaði xAI árið 2023. AFP/Lionel Bonaventure

Hug­búnaðarfyr­ir­tæki Elons Musk, xAI, hef­ur beðist af­sök­un­ar á færsl­um gervi­greind­ar­for­rits­ins Grok sem birt­ust í vik­unni. Í færsl­un­um dá­samaði Grok meðal ann­ars Ad­olf Hitler. 

Fyr­ir­tækið sagði færsl­urn­ar hafa birst í kjöl­far upp­færslu sem átti að leiða til þess að Grok starfaði meira eins og mann­eskja. 

Færsl­urn­ar birt­ust á sam­fé­lags­miðlun­um X og gaf ein þeirra í skyn að fólk með ætt­ar­nöfn af gyðing­leg­um upp­runa væri lík­legra til að dreifa hat­ursorðræðu á net­inu.

Færsl­un­um var eytt af X nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að þær birt­ust. 

„Við biðjumst inni­legr­ar af­sök­un­ar á þeirri hræðilegu hegðun sem marg­ir upp­lifðu,“ sagði í færslu xAI sem birt­ist í dag á X. 

Þá sagði að komið hefði verið í veg fyr­ir að slíkt kæmi fyr­ir aft­ur. 

Breyt­ing­in á að hafa átt sér stað eft­ir að Grok var fyr­ir­skipað að „svara al­veg eins og mann­eskja“ og að „segja hlut­ina hreint út og ekki vera hrætt við að móðga fólk“.

Það hafi leitt til þess að Grok varð mót­tæki­legt fyr­ir „öfga­kennd­um skoðunum“ og svaraði með „ósiðleg­um og um­deild­um skoðunum til að virkja not­end­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert