Fangi í Frakklandi slapp úr fangelsi með því að fela sig í ferðatösku samfanga síns sem var látinn laus. Fangelsið rannsakar nú málið.
Hinn tvítugi fangi slapp úr Corbas-fangelsinu, nærri Lyon í suðaustur-Frakklandi, í gær.
Fanginn afplánar nokkra dóma.
Strokufanginn er einnig til rannsóknar í máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar.