Frumvarp til „að ljúka stríðinu“

Samband Donalds Trumps og Vladimírs Pútíns hefur stirðnað að undanförnu.
Samband Donalds Trumps og Vladimírs Pútíns hefur stirðnað að undanförnu. AFP/Saul Loeb and Pavel Bednyakov

Banda­rísk­ir öld­unga­deild­arþing­menn hyggj­ast leggja fram frum­varp sem mun heim­ila Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta að beita gríðarlega þung­um refsiaðgerðum gegn Rússlandi. 

Trump hef­ur gefið til kynna að hann sé op­inn fyr­ir frum­varp­inu. Sam­band hans og Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta hef­ur stirnað að und­an­förnu. 

Trump hef­ur greint frá því að hann muni gefa út „mik­il­væga yf­ir­lýs­ingu varðandi Rúss­land“ á morg­un. 

Linds­ey Gra­ham, öld­unga­deild­arþingmaður Re­públi­kana­flokks­ins, greindi frá því að frum­varpið nyti stuðnings meiri­hlut­ans í öld­unga­deild­inni. 

Að sögn Gra­ham mun frum­varpið heim­ila Trump að „ráðast gegn efna­hag Pútín, og öll­um ríkj­un­um sem styðja stríðsvél Pútíns“.

500% tolla

Trump hef­ur ít­rekað sagst vera „von­svik­inn“ út í Pútín og gefið í skyn að hann sé til­bú­inn að þyngja refsiaðgerðir gegn Rúss­um í fyrsta sinn síðan hann tók við embætti. 

„Þeir munu samþykkja mjög mik­il­vægt og áhrifa­ríkt refsiaðgerðafrum­varp, en það verður for­set­ans að ákveða hvort það verður nota það,“ sagði Trump í viðtali á fimmtu­dag.  

Spurður hvort hann hefði áhuga á frum­varp­inu sagði Trump: „Ég er að skoða það mjög gaum­gæfi­lega“.

Gra­ham sagði að frum­varpið gerði Trump kleift að leggja 500% tolla á Rúss­land og öll þau ríki sem aðstoða Rússa. Þar á meðal væru ríki sem keyptu vör­ur af Rúss­um svo sem Kína, Ind­land og Bras­il­ía. 

„Þetta er virki­lega sleggja sem ger­ir Trump for­seta kleyft að ljúka stríðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert