Nýja-Kaledónía verður að ríki

Fáni Nýju-Kaledóníu
Fáni Nýju-Kaledóníu AFP

Frakk­ar hafa samþykkt að veita eyj­unni Nýju-Kal­edón­íu aukið sjálf­stæði og mun það því verða að sjálf­stæðu ríki í ríkja­sam­bandi við Frakk­land.

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti und­ir­ritaði sam­komu­lag þess efn­is við þarlend stjórn­völd. Hann lýsti sam­komu­lag­inu sem sögu­leg­um áfanga í sögu sam­skipta ríkj­anna.

Nýja-Kal­edón­ía er staðsett í Kyrra­hafi, úti fyr­ir strönd­um Ástr­al­íu og hef­ur verið á valdi Frakka frá ár­inu 1853 og verið skil­greind sem svo­kallað hand­an­hafsum­dæmi (overseas ter­ritory).

Það öðlaðist aukna sjálf­stjórn árið 1998 en blóðug átök hafa ríkt um sjálf­stæðismál í land­inu síðan þá. 

Sam­kvæmt frétt The Guar­di­an er talið að á síðasta ári hafi átök­in kostað landið um 2 millj­arða evra og skorið 10% af vergri lands­fram­leiðslu þess.

Þjóðar­at­kvæðagreiðsla 2026

Mun Macron því hafa farið þá leið að gera landið svo gott sem sjálf­stætt til að lægja þær miklu ófriðaröld­ur inn­an lands­ins.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verður ríki Nýju-Kal­edón­íu viður­kennt af stjórn­ar­skrá Frakk­lands.

Báðar deild­ir franska þings­ins munu koma sam­an síðar í ár til að greiða at­kvæði um samþykki samn­ings­ins, sem síðan verður lagður fyr­ir Ný-Kal­edóníu­búa í þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 2026.

Frakklandsforseti Emmanuel Macron á fundi um framtíð Nýju-Kaledóníu.
Frakk­lands­for­seti Emm­anu­el Macron á fundi um framtíð Nýju-Kal­edón­íu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert