Sendir Úkraínu vopn en greiðir ekki fyrir þau

Volodimír Selenskí ásamt bandaríska erindrekanum Keith Kellogg í Kænugarði.
Volodimír Selenskí ásamt bandaríska erindrekanum Keith Kellogg í Kænugarði. AFP

Sér­stak­ur er­ind­reki Banda­ríkj­anna, Keith Kellogg, er kom­inn til Kænug­arðs til viðræðna eft­ir að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti að Banda­rík­in myndu út­vega Úkraínu nýtt Pat­riot-loft­varn­ar­kerfi.

Banda­rísk yf­ir­völd gáfu það út fyrr í júlí að þau myndu gera hlé á hluta vopna­send­inga sinna til Úkraínu en síðan hef­ur Trump skipt um stefnu og gagn­rýnt Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta fyr­ir að gera aukn­ar árás­ir á Úkraínu á sama tíma og friðarviðræður milli land­anna und­ir for­ystu Banda­ríkj­anna stöðvuðust.

„Við bjóðum Keith Kellogg, sér­stak­an full­trúa Banda­ríkj­anna, vel­kom­inn til Úkraínu,“ skrifaði Andriy Yermak, aðstoðarmaður Volodimírs Selenskís for­seta, á Tel­egram í morg­un og bætti við: „Friður í gegn­um styrk er grund­vall­ar­regla Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta og við styðjum þessa nálg­un.“

Þurfa sár­lega á kerf­inu að halda

„Við mun­um senda þeim Pat­riot-kerfi, sem þeir þurfa sár­lega á að halda,“ sagði Trump við fjöl­miðla í gær, án þess að til­greina hversu mörg vopn yrðu send.

Trump bætti þó við að Banda­rík­in myndu ekki greiða fyr­ir vopn­in.

Á sama tíma og heim­sókn Kelloggs til Úkraínu stend­ur yfir mun Banda­ríkja­for­seti funda með Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóra NATO, í Washingt­on.

Rúss­nesk yf­ir­völd hafa aukið loft­árás­ir á Úkraínu und­an­farna mánuði og sent hundruð árás­ar­dróna þangað nán­ast dag­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert