Fer fram sem óháður frambjóðandi

Andrew Cuomo laut í lægra haldi í forvali demókrata.
Andrew Cuomo laut í lægra haldi í forvali demókrata. AFP

Fyrr­ver­andi rík­is­stjóri New York-rík­is, Andrew Cu­omo, ætl­ar að bjóða sig fram sem óháður fram­bjóðandi í borg­ar­stjóra­kosn­ing­un­um í nóv­em­ber eft­ir að hafa lotið í lægra haldi í for­vali Demó­krata­flokks­ins í síðasta mánuði.

Þetta til­kynnti hann í mynd­bandi sem hann birti á X þar sem hann sagði: „Ég er í þessu til að vinna.“

Cu­omo var rík­is­stjóri New York á ár­un­um 2011 til 2021 eða þar til hann hrökklaðist úr embætti í kjöl­far þess að hann gerðist sek­ur um kyn­ferðis­lega áreitni gegn nokkr­um kon­um. Hann bauð sig fram í for­vali demó­krata í júní en fékk aðeins 36% at­kvæða. 

Sósí­alisti fer fram fyr­ir demó­krata

Zohran Mamd­ani er borg­ar­stjóra­efni Demó­krata­flokks­ins fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í nóv­em­ber en hann sigraði for­val demó­krata með 43% at­kvæða. Mamd­ani er múslimi af ind­versk­um upp­runa og lýs­ir sjálf­um sér sem sósí­al­ista. 

New York er mikið vígi demó­krata en ljóst er að hörð sam­keppni verður um borg­ar­stjóra­stól­inn í haust. Cu­omo og Mamd­ani munu meðal ann­ars þurfa að sigra Eric Adams, nú­ver­andi borg­ar­stjóra New York.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert