Gert að rannsaka eldsneytisrofa eftir slysið

265 létust þegar vélin hrapaði.
265 létust þegar vélin hrapaði. AFP/Punit Paranjpe

Ind­versk yf­ir­völd hafa fyr­ir­skipað flug­fé­lög­um í land­inu að skoða eldsneyt­is­rofa á nokkr­um gerðum Boeing-flug­véla í kjöl­far flug­slyss vél­ar á veg­um Air India sem kostaði 260 manns lífið í júní.

Í bráðabirgðaskýrslu, sem gef­in var út á laug­ar­dag­inn af rann­sókn­ar­nefnd flug­slysa á Indlandi, kom fram að slökkt hefði verið á eldsneyt­is­rof­an­um rétt eft­ir flug­tak með þeim af­leiðing­um að eldsneyt­is­flæði stöðvaðist.

Í skýrsl­unni voru þó eng­ar álykt­an­ir dregn­ar um or­sök slyss­ins en í henni kom fram að ann­ar flugmaður­inn hefði spurt hinn af hverju hann hefði slökkt á eldsneyt­inu, og hinn flugmaður­inn svaraði því til að hann hefði ekki gert það.

Óskyn­sam­legt að draga álykt­an­ir

Flug­mála­stjórn Ind­lands gaf í gær út til­skip­un þess efn­is að rann­saka skyldi læs­ing­arn­ar á eldsneyt­is­rof­um í nokkr­um gerðum Boeing-þota en ekki á að vera hægt að slökkva á rof­un­um eft­ir flug­tak.

For­svars­menn Boeing hafa þegar til­kynnt flugrek­end­um að læs­ing­ar á eldsneyt­is­rof­um í þotum fyr­ir­tæk­is­ins séu ör­ugg­ar en nokk­ur ind­versk og alþjóðleg flug­fé­lög hafa þegar hafið eig­in skoðanir á eldsneyt­is­rof­um.

Ind­versk flug­mála­yf­ir­völd hafa nú gefið út að all­ir flugrek­end­ur verði að ljúka slíkri skoðun fyr­ir 21. júlí.

Í bréfi til starfs­manna í gær sagði Camp­bell Wil­son, for­stjóri Air India, að rann­sókn á slys­inu stæði enn yfir og það væri óskyn­sam­legt að draga „ótíma­bær­ar álykt­an­ir“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert