Átök halda áfram þrátt fyrir vopnahlé

Drúsar á Sweida-svæðinu.
Drúsar á Sweida-svæðinu. AFP

Átök sýr­lenskra Bedúína og banda­manna þeirra við Drúsa hafa haldið áfram á Sweida-svæðinu í suður­hluta Sýr­lands í dag.

Í gær­kvöldi féllust ísra­elsk og sýr­lensk stjórn­völd á sam­komu­lag um vopna­hlé á milli ríkj­anna. Banda­rísk­ur er­ind­reki hvatti alla stríðandi aðila í Sýr­landi til að leggja niður vopn.

Inn­an­rík­is­ráðuneyti Sýr­lands greindi frá því að ör­ygg­is­sveit­ir rík­is­ins hefðu verið send­ar í héraðið til þess að stöðva átök­in. 

Ísra­el gerði loft­árás­ir á sýr­lensku höfuðborg­ina Dam­askus og Sweida á miðviku­dag, þar á meðal á höfuðstöðvar hers­ins.

Ísra­el sagðist vera að verja Drúsa-sam­fé­lagið eft­ir ban­væn átök milli minni­hluta­hóps­ins og her­sveita Bedúína á Sweida-svæðinu.

Yfir 900 manns hafa látið lífið í átök­un­um í Sweida frá því á sunnu­dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert