Átök sýrlenskra Bedúína og bandamanna þeirra við Drúsa hafa haldið áfram á Sweida-svæðinu í suðurhluta Sýrlands í dag.
Í gærkvöldi féllust ísraelsk og sýrlensk stjórnvöld á samkomulag um vopnahlé á milli ríkjanna. Bandarískur erindreki hvatti alla stríðandi aðila í Sýrlandi til að leggja niður vopn.
Innanríkisráðuneyti Sýrlands greindi frá því að öryggissveitir ríkisins hefðu verið sendar í héraðið til þess að stöðva átökin.
Ísrael gerði loftárásir á sýrlensku höfuðborgina Damaskus og Sweida á miðvikudag, þar á meðal á höfuðstöðvar hersins.
Ísrael sagðist vera að verja Drúsa-samfélagið eftir banvæn átök milli minnihlutahópsins og hersveita Bedúína á Sweida-svæðinu.
Yfir 900 manns hafa látið lífið í átökunum í Sweida frá því á sunnudag.