Ökumaðurinn í haldi lögreglu

Frá vettvangi í Los Angeles.
Frá vettvangi í Los Angeles. AFP

Karl­maður sem grunaður er um að hafa ekið bíl inn í mann­fjölda í Hollywood fyrr í dag með þeim af­leiðing­um að 30 slösuðust er í haldi lög­reglu.

„Hann var flutt­ur á sjúkra­hús, hann er í aðgerð og ástand hans er stöðugt. Hins veg­ar er hann ekki frjáls ferða sinna, hann er í haldi lög­regl­unn­ar í Los Ang­eles, og á þess­um tíma­punkti erum við að skoða ákær­ur eins og til­raun til morðs og árás með ban­vænu vopni,“ sagði Lilli­an Carr­anza, yf­ir­maður há lög­regl­unni í Los Ang­eles, við frétta­stöð CBS.

At­vikið átti sér stað um tvöleytið í nótt á staðar­tíma en sam­kvæmt slökkviliði borg­ar­inn­ar eru þrír í lífs­hættu. Þá er ástand sex hinna særðu al­var­legt. Aðrir hlutu minni hátt­ar áverka.

ABC News grein­ir frá því að ökumaður bif­reiðar­inn­ar hafi misst meðvit­und.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert