Belgísk yfirvöld rannsaka nú andlát kanadískrar konu á tónlistarhátíðinni Tomorrowland.
Saksóknarar í Antwerp greina frá því að konan var 35 ára gömul og veiktist á tónlistarhátíðinni sem hófst í gærkvöldi í bænum Boom, nærri Antwerp.
Konan var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést.
Hátíðinni lýkur um næstu helgi og er búist við um 400 hundruð þúsund gestum.
Á miðvikudag brann aðalsvið hátíðarinnar til kaldra kola. Starfsfólki tókst því að koma upp nýju aðalsviði á tæpum tveimur sólarhringum.