Rannsaka andlát konu á Tomorrowland

Hátíðin hófst í gær.
Hátíðin hófst í gær. AFP/Tom Goyvaerts Belga

Belg­ísk yf­ir­völd rann­saka nú and­lát kanadískr­ar konu á tón­list­ar­hátíðinni Tomorrow­land. 

Sak­sókn­ar­ar í Antwerp greina frá því að kon­an var 35 ára göm­ul og veikt­ist á tón­list­ar­hátíðinni sem hófst í gær­kvöldi í bæn­um Boom, nærri Antwerp. 

Kon­an var flutt á sjúkra­hús þar sem hún lést. 

Hátíðinni lýk­ur um næstu helgi og er bú­ist við um 400 hundruð þúsund gest­um.

Á miðviku­dag brann aðalsvið hátíðar­inn­ar til kaldra kola. Starfs­fólki tókst því að koma upp nýju aðalsviði á tæp­um tveim­ur sól­ar­hring­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert