Úlfaldi fékk gervifót og lærði að ganga á ný

Úlfaldinn Cammie með nýja gervifótinn í Pakistan.
Úlfaldinn Cammie með nýja gervifótinn í Pakistan. AFP/Rizwan Tabassum

Úlfald­inn Cammie í Pak­ist­an hef­ur lært að ganga á ný eft­ir að hún fékk gervi­fót. 

Talið er að reiður land­eig­andi hafi skorið fót Cammie af í hefnd­ar­skyni þegar hún fór inn á land hans í leit að mat.

Var henni bjargað og hún flutt í dýra­at­hvarf. Þar fékk hún gervi­fót­inn. 

Sá sem ann­ast Cammie seg­ir að hann hafi tár­ast úr gleði þegar úlf­ald­inn gekk á ný. Dýrið hafi verið illa sært eft­ir árás­ina og ekki treyst mönn­um.

Mynd­band af úlf­ald­an­um særða fór í dreif­ingu og stjórn­völd brugðust hratt við og fluttu Cammie í dýra­at­hvarf, þar sem hún mun eiga heim­ili til fram­búðar. 

Þetta er í fyrsta skiptið sem gervi­fót­ur er sett­ur und­ir svo stórt dýr í Pak­ist­an, seg­ir dýra­lækn­ir­inn Babar Hussain.

„Við neydd­um hana ekki til að ganga. Eft­ir að við sett­um gervi­fót­inn und­ir hana biðum við í kort­er til tutt­ugu mín­út­ur. Þá stóð hún al­veg sjálf upp og byrjaði að ganga ró­lega,“ sagði Hussain við AFP-frétta­veit­una,

Umönn­un­araðilar Cammie segja að hún muni þurfa um 15–20 daga til að venj­ast gervi­fæt­in­um al­gjör­lega.

Cammie liggur í makindum sínum í dýraskýlinu.
Cammie ligg­ur í mak­ind­um sín­um í dýra­skýl­inu. AFP/​Rizw­an Tabass­um
Úlfaldinn Cammie ásamt umönnunaraðlinum sínum.
Úlfald­inn Cammie ásamt umönn­un­araðlin­um sín­um. AFP/​Rizw­an Tabass­um
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert