Yfir þúsund látnir og átökum linnir loks

00:00
00:00

Átök­um á milli trú­ar­hópa í Sweida-héraði í suður­hluta Sýr­lands virðist loks hafa linnt en yfir þúsund manns hafa lát­ist í átök­un­um síðustu vik­una.

Átök á milli bar­daga­sveita Drúsa og Bedúína brut­ust út síðasta sunnu­dag en síðan þá hafa ís­lömsk stjórn­völd í Sýr­landi, sem Drús­ar hafa sakað um að standa með Bedúín­um, og yf­ir­völd í ná­granna­rík­inu Ísra­el, sem hafa heitið því að verja Drúsa, bland­ast inn í þau. 

Sýr­lenska mann­rétt­inda­eft­ir­litið gaf út í morg­un að yfir þúsund manns hafi lát­ist í átök­un­um, þar af 336 úr bar­daga­sveit­um Drúsa og 298 al­menn­ir borg­ar­ar sem til­heyra trú­ar­hópn­um. Eft­ir­litið seg­ir að af þeim hafi 194 verið „tekn­ir af lífi án dóms og laga af starfs­mönn­um varn­ar­mála- og inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins“.

Meðal hinna látnu voru einnig 342 starfs­menn ör­ygg­is­sveita stjórn­valda og 21 Bedúíni. Þar af voru þrír al­menn­ir borg­ar­ar sem „bar­daga­menn Drúsa tóku af lífi án dóms og laga“.

Viðkvæm ró kom­in á

Á föstu­dag féllust ísra­elsk og sýr­lensk stjórn­völd á sam­komu­lag um vopna­hlé á milli ríkj­anna en það virt­ist ekki duga til þar sem bar­dag­ar héldu áfram í gær.

Nú virðist átök­um loks hafa linnt og er ró kom­in yfir svæðið, þó að óvíst sé hve var­an­leg hún verður.

Fyrr­nefnt mann­rétt­inda­eft­ir­lit í Sýr­landi hef­ur sagt að um miðnætti hafi verið kom­in á „viðkvæm ró“ í Sweida-héraði en yf­ir­völd hafa lokað veg­um sem liggja að héraðinu til að koma í veg fyr­ir að fleiri bar­daga­menn Drúsa og Bedúína kom­ist þangað.

Þessi frá­sögn rím­ar við frá­sagn­ir blaðamanna á svæðinu sem hafa ekki orðið var­ir við nein átök í nótt og segja að hjálp­ar­starfs­menn und­ir­búi nú komu sína inn á svæðið.

Í Sweida-borg búa um 150.000 manns en íbú­ar þar hafa verið lokaðir inni á heim­il­um sín­um án raf­magns og vatns og með tak­markaðar mat­ar­birgðir í vik­unni.

Bardagamenn Bedúína í borginni Sweida.
Bar­daga­menn Bedúína í borg­inni Sweida. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert