„Ofveiði þjónar engum hagsmunum“

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum reiðubú­in að setj­ast niður með Skot­um, og öll­um strand­ríkj­un­um sem eru aðilar að mál­inu, og ræða staðreynd­irn­ar á bak við deil­una. Við þurf­um að tryggja áfram­hald­andi sjálf­bærni mak­ríl­stofns­ins fyr­ir kom­andi kyn­slóðir,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, í grein sem birt­ist í gær á skoska frétta­vef skoska dag­blaðsins The Scotsm­an.

Stein­grím­ur ræðir þar um aðdrag­anda og inn­tak deil­unn­ar og bend­ir meðal ann­ars á að mak­ríll­inn gangi mjög á fæðu annarra teg­unda í ís­lensku efna­hagslög­sög­unni. Vís­inda­menn ótt­ist að vax­andi magn mak­ríls í lög­sög­unni kunni að valda var­an­leg­um skaða í lög­sögu Íslands. Þá sé viðbúið að sam­hliða hlýn­un sjáv­ar eigi mak­ríll­inn eft­ir að færa sig í aukn­um mæli inn í ís­lensku lög­sög­una.

Ráðherr­ann gagn­rýn­ir enn­frem­ur Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn harðlega fyr­ir að ætla sér 90% ráðlags mak­ríl­kvóta vegna næsta árs og fyr­ir að hafa ekki viljað hlusta á ít­rekaðar til­lög­ur Íslend­inga um að all­ir aðilar deil­unn­ar drægju hlut­falls­lega jafn­mikið úr veiðum sín­um til þess að tryggja að þær væru inn­an ráðlegg­inga vís­inda­manna. Þá legg­ur hann áherslu á að refsiaðgerðir gegn Íslandi vegna mak­ríl­deil­unn­ar muni ekki gera sam­skipti deiluaðila betri.

„Of­veiði þjón­ar eng­um hags­mun­um, sem er ástæða þess að við höf­um sýnt sveigj­an­leika og skiln­ing í gegn­um all­ar samn­ingaviðræðurn­ar við strand­rík­in,“ seg­ir Stein­grím­ur enn­frem­ur í grein sinni.

Grein­in á frétta­vef The Scotsm­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert