Varað við blæðingum og kögglum

Vegagerðin varar við blæðingum og slitlagskögglum
Vegagerðin varar við blæðingum og slitlagskögglum

Á Norðurlandi er varað við blæðingum í slitlagi sérstaklega í Austur-Húnavatnssýslu vestan Blönduóss. Einnig eru vegfarendur á leiðinni Reykjavík - Akureyri varaðir við að slitlagskögglar brotni af bílum og geti því verið varasamir, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Það eru hálkublettir á Mosfellsheiði en hálka í Grafningi og á Kjósarskarðsvegi. Á  Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðárheiði en aðrar leiðir eru greiðfærar.

Á Vestfjörðum er hálka á Þröskuldum, Steingrímsfjarðarheiði og Hálfdáni en hálkublettir á Mikladal og Kleifaheiði. Einnig eru hálkublettir á kafla í Ísafjarðardjúpi og á Innstrandavegi.

Hálkublettir eru víða á Norðurlandi. Hálka er á Fljótsheiði og þaðan austur á öræfin. Sérstaklega er varað við slæmri hálku við Másvatn á Mývatnsheiði.

Á Austurlandi er hálka á fjallvegum og til landsins. Það er snjóþekja á Vatnsskarði eystra. Greiðfært er frá Fáskrúðsfirði suður um með ströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert