Vinni á kúf í kynferðisbrotamálum

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnti í dag tillögur nefndarinnar um …
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnti í dag tillögur nefndarinnar um úrræði til að bregðast við auknum fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum. mbl.is/Golli

Málsmeðferðartími á kynferðisbrotum gegn börnum gæti lengst úr hófi vegna mikillar fjölgunar tilkynntra brota undanfarið. Því leggur undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar til að fjárveitingar til rannsóknardeilda lögreglu og embætti ríkissaksóknara verði auknar.

„Það er þörf á að grípa til sérstakra aðgerða til að styrkja rannsóknardeildir lögreglu og saksóknara til þess að geta brugðist hraðar við og ná að vinna á kúfinum fljótt og vel. Það er forgangsmál að mati nefndarinnar,“  sagði Skúli Helgason, formaður undirnefndarinnar þegar hún kynnti tillögur sínar að úrræðum til að bregðast við fjölgun kynferðisbrotamála gegn börnum.

Þá leggur nefndin til að dómstólar verði hvattir til þess að nýta sér þjónustu Barnahús við skýrslutöku á börnum sem lent hafa í slíkum brotum. Auk þess leggur nefndin til að Barnahús verði eflt með auknum fjárveitingum.

Sjá tillögur nefndarinnar í heild hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka