Nauðgað af vinum inni á heimilum

Vin­ir eða kunn­ingj­ar voru gerend­ur í 37,1% þeirra nauðgun­ar­mála sem til­kynnt voru til lög­reglu á ár­un­um 2008 og 2009. Í rúm­lega 15% til­vika þekkt­ust brotaþoli og ger­andi ekki og í tæp­lega 24% mál­anna höfðu þeir kynnst inn­an við 24 klukku­stund­um áður en hið kærða brot var framið. Í um 39% til­vika eða 74 mál­anna þekkt­ust ger­andi og brotaþoli því lítið eða ekk­ert áður en nauðgun­in átti sér stað. Árás­arnauðgan­ir, þar sem ger­andi réðist fyr­ir­vara­laust á konu og nauðgaði henni, voru fáar á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu sem tók til tveggja ára.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í nýrri rann­sókn á ein­kenn­um og meðferðum nauðgun­ar­mála sem bár­ust lög­reglu á ár­un­um 2008-2009. Rann­sókn­in var unn­in af Hildi Fjólu Ant­ons­dótt­ur, mann- og kynja­fræðingi, og Þorg­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dótt­ur lög­fræðingi við EDDU - önd­veg­is­set­ur með styrk og stuðningi inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins sem og styrk frá Nor­ræna sak­fræðiráðinu. Skoðuð voru 189 mál sem til­kynnt voru lög­regl­unni á tíma­bil­inu og hver mála­lok þeirra urðu inn­an kerf­is­ins.

Í nán­ast öll­um mál­un­um sem til­kynnt voru til lög­regl­unn­ar á þessu tveggja ára tíma­bili höfðu brotaþolar og gerend­ur þó verið í ein­hverj­um sam­skipt­um áður en brotið átti sér stað. Hefðu kynn­in verið stutt var al­gengt að þau hefðu haf­ist á eða við skemmti­stað. Sam­skipti þeirra hóf­ust þó oft­ast inni á heim­ili eða í 38% til­vika og þá oft­ast í tengsl­um við skemmt­ana­hald.

Fáar árás­arnauðgan­ir

Rann­sókn­in leiddi í ljós að í 6% mál­anna höfðu eng­in sam­skipti átt sér stað áður en nauðgun­in var fram­in. Í þeim mál­um voru nokk­ur dæmi þess að óþekkt­ur karl­maður réðist fyr­ir­vara­laust á konu, dró hana afsíðis og nauðgaði henni. Svo­nefnd­ar árás­arnauðgan­ir, þar sem ráðist var á kon­ur án þess að nokk­ur sam­skipti hefðu átt sér stað, voru því fáar í gögn­um lög­regl­unn­ar á því tíma­bili sem var til rann­sókn­ar.

Heim­ili al­geng­asti vett­vang­ur nauðgana

Heim­ili eru al­geng­asti vett­vang­ur nauðgana á Íslandi. Nauðgan­irn­ar sem til­kynnt­ar voru, voru lang­flest­ar framd­ar inn­an­dyra og oft­ast á heim­ili ann­ars hvors aðilans. Mjög stór hluti nauðgana á sér stað eft­ir að áfeng­is hef­ur verið neytt. Fjór­um stúlk­um á aldr­in­um 15-17 ára var nauðgað er þær voru rænu­laus­ar. Af öll­um þeim nauðgun­ar­mál­um sem lög­reglu­embætt­um á Íslandi voru til­kynnt á ár­un­um 2008 og 2009 sögðust  50 þolend­ur hafa verið rænu­litl­ir eða rænu­laus­ir er brotið var gegn þeim. Þeir hafi af þeim sök­um ekki getað spornað við verknaðinum.

Brota­vett­vang­ur var meðal þess sem rann­sak­end­ur skoðuðu sér­stak­lega. Í ljós kom að í 31% til­vika var nauðgun­in fram­in inni á heim­ili ger­and­ans en í 15% til­vika inni  á heim­ili þoland­ans. 11% brot­anna voru fram­in í bíl. Aðeins fjór­ar af  þeim nauðgun­um sem til­kynnt­ar voru lög­reglu á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu voru í tengsl­um við úti­hátíðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert