Hefði jákvæð áhrif á hagsmuni Íslands

Össur Skarphéðinsson ásamt Karel De Gucht.
Össur Skarphéðinsson ásamt Karel De Gucht. Ljósmynd/Evrópusambandið

Mögu­leg­ur ávinn­ing­ur Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna af fyr­ir­huguðum fríversl­un­ar­samn­ingi þeirra á milli verður ekki á kostnað annarra ríkja í heim­in­um. Þvert á móti hefði aukið frelsi í viðskipt­um á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna já­kvæð áhrif á heimsviðskipti og skila sér í aukn­um tekj­um á alþjóðavísu.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Evr­ópu­sam­band­inu í kjöl­far fund­ar Kar­els De Gucht, viðskipta­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, og Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, sem fram fór fyrr í þess­um mánuði. De Gucht sagði að nán­ustu viðskipta­ríki sam­bands­ins ættu hvað mesta mögu­leika á því að hagn­ast á fríversl­un á milli þess og Banda­ríkj­anna.

Til að mynda ætti það við um þau ríki sem þegar ættu aðild að innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæðið. Hann sagði Ísland í sér­stakri stöðu í þeim efn­um vegna aðild­ar lands­ins að EES-samn­ingn­um og um­sókn­ar þess um aðild að sam­band­inu.

Enn­frem­ur seg­ir, eins og mbl.is hef­ur áður sagt frá, að Evr­ópu­sam­bandið muni gera Íslandi kleift að fylgj­ast náið með þróun fríversl­un­ar­viðræðnanna við Banda­rík­in í tengsl­um við um­sókn­ina um inn­göngu í sam­bandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert