Guðni Páll réri frá Bolungarvík í dag

Guðni Páll leggur af stað frá Bolungarvík í dag.
Guðni Páll leggur af stað frá Bolungarvík í dag. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Guðni Páll Viktorsson, sem er þessa stundina á hringferð í kringum landið á kajak, lagði af stað frá Bolungarvík í dag. Hann stefndi að því að gista í Látrum í Aðalvík í nótt áður en hann heldur áfram á föstudaginn yfir í Hornvík, ef veður leyfir. Þar mun hann hvílast og safna kröftum áður en hann rær fyrir Hornbjarg, en sá kafli leiðarinnar er nokkuð erfiður.

Guðni Páll, sem er vestfirskur ræðari, lagði af stað í ferðina umhverfis landið hinn 1. maí frá Höfn. Ferðin er hluti af verkefninu „Lífróður Samhjálpar“ en með róðri sínum safnar Guðni Páll áheitum til styrktar Samhjálp. Ferðin hefur verið slysalaus hingað til þótt veðrið hefði getað verið betra. Ljúki hann róðrinum verður hann annar Íslendingurinn til að ljúka þessum áfanga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka