Landsdómslögin ekki vandamálið

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Er það landsdómslögunum að kenna að meirihluti þingmanna ákærði Geir H. Haarde?“ spyr Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á Facebook-síðu sinni og bætir við. „Er þessum þingmönnum ekki veitt skjól með því að hefja umræður um afnám laganna í stað þess að beina athygli að hvernig þeim var misbeitt?“

Björn, sem var ráðherra í ríkisstjórn Geirs 2007-2009, bendir á að ályktun þings Evrópuráðsins um réttarhöld yfir stjórnmálamönnum vegna pólitískra skoðana þeirra eða ákvarðana hafi snúist um slíka misbeitingu laga en ekki lögin sem slík. „Uppræta þarf hinn illa hug sem stóð að baki ákærunni, lögum er misbeitt sé hann til staðar.“

Þá beinir hann spjótum sínum af tveimur ráðherrum Framsóknarflokksins í nýrri ríkisstjórn sem greiddu á sínum tíma atkvæði með ákærunni á hendur Geir. Þeim Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Eygló Harðardóttur, félagsmálaráðherra.

„Voru ekki einhverjir núverandi ráðherrar í hópi þeirra sem greiddu atkvæði með ákærunni? Hvernig væri að þeir riðu á vaðið og viðurkenndu mistök?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert