Húkkaraball haldið úti

Húkkaraballið er mikilvægur hluti Þjóðhátíðar í Eyjum.
Húkkaraballið er mikilvægur hluti Þjóðhátíðar í Eyjum.

„Við höfum haldið húkkaraballið inni í áratugi, en okkur langar að prófa eitthvað nýtt í ár,“ segir Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum.

Húkkaraballið svonefnda er jafnan haldið fimmtudagskvöldið áður en hin eiginlega þjóðhátíð hefst. Í ár hyggjast Eyjamenn bregða út af vananum og halda ballið undir berum himni í sundinu milli austur- og vesturhúss Fiskiðjunnar.

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur enn ekki tekið afstöðu til þess hvort  leyfa eigi að halda ballið úti en Birgir segir það svo gott sem komið í gegn. „Það er bara örlítið fifferí eftir.“

Hann segir hljómsveitina koma til með að vera undir þaki, en ballgestir dansi undir berum himni. „Við ætlum að hafa þetta úti því það spáir svo vel, við erum búin að fá nóg af rigningu. Nú er að koma þjóðhátíð og þá birtir til.“

„Þetta er ómissandi ball, hér hittast allir fyrir þjóðhátíð og húkka sér eitt og annað,“ segir Birgir að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert