Hefði jákvæð áhrif á öllu EES-svæðinu

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, á fundi viðskiptaráðherra Norðurlandanna.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, á fundi viðskiptaráðherra Norðurlandanna. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Mögu­leg­ur fríversl­un­ar­samn­ing­ur á milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Banda­ríkj­anna var einkum til umræðu á fundi nor­rænna viðskiptaráðherra sem Gunn­ar Bragi Sveins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sat í Osló í gær­morg­un. Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að sér­stak­lega hafi verið rætt um hags­muni EFTA-ríkj­anna Íslands og Nor­egs í því sam­bandi.

„Ráðherr­ar voru sam­mála um að tækj­ust samn­ing­ar hefði það já­kvæð efna­hags­leg áhrif á öllu EES-svæðinu. Þá var lagt til að Norður­lönd­in skoði hvernig þau geti í sam­ein­ingu farið í markaðsátak á stór­um og vax­andi mörkuðum og var ákveðið að ræða nán­ar hvernig staðið yrði að þessu verk­efni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Enn­frem­ur hafi ráðherr­arn­ir farið yfir þróun mála á vett­vangi Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO) og vænt­ing­ar til ráðherra­fund­ar henn­ar sem hald­inn verður í Indó­nes­íu í des­em­ber. 

„Þeir voru hóf­lega bjart­sýn­ir á að samn­ing­ar ná­ist um viðskiptaliprun og aukið svig­rúm fyr­ir þró­un­ar­ríki til út­flutn­ings á land­búnaðar­vör­um.Þá ræddu þeir einnig hvernig viðskipta­samn­ing­ar framtíðar­inn­ar gætu tekið mið af sí­fellt ör­ari tækniþróun, t.d. varðandi net­versl­un.“

Þess má geta að Kar­el De Gucht, viðskipta­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, lýsti hliðstæðum sjón­ar­miðum á fundi með Öss­uri Skarp­héðins­syni, þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, á fundi þeirra í apríl síðastliðnum. Þá sagði De Gucht að nán­ustu viðskipta­ríki sam­bands­ins ættu hvað mesta mögu­leika á því að hagn­ast á fríversl­un á milli þess og Banda­ríkj­anna. Það ætti meðal ann­ars við um þau ríki sem stæðu utan Evr­ópu­sam­bands­ins en ættu aðild að EES-samn­ingn­um.

For­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna og Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, samþykktu álykt­un að sama skapi á fundi sín­um í Stokk­hólmi í sept­em­ber þar sem sér­stak­lega var tekið fram að leita þyrfti leiða til þess að auka viðskipti og fjár­fest­ing­ar á milli Banda­ríkj­anna, Íslands og Nor­egs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert