Páll Magnússon, útvarpsstjóri, ætlar ekki að ráða dagskrárstjóra útvarps að sinni, en starfið var auglýst í síðasta mánuði.
Í frétt á vef RÚV segir að í tilkynningu frá Páli segi að hann muni með ákvörðun sinni „fella niður það ferli sem hófst í síðasta mánuði með auglýsingu á starfinu.“
Þau Magnús R. Einarsson og Þóra Pétursdóttir hefur verið falið að gegna starfinu tímabundið, uns endanleg ákvörðun um tilhögun starfsins verður tekin.
Fimmtán umsóknir bárust um stöðu dagskrárstjóra útvarps.