Viðurkenna að það sé gott að vera lítill

Daniel Hannan, þingmaður á Evrópuþinginu.
Daniel Hannan, þingmaður á Evrópuþinginu. Rósa Braga

Minni lönd­um geng­ur al­mennt séð bet­ur en stærri ríkj­um og ríkja­banda­lög­um þvert á það sem gjarn­an er haldið fram. Þetta seg­ir Daniel Hann­an, þingmaður á Evr­ópuþing­inu fyr­ir breska Íhalds­flokk­inn, á heimasíðu sinni á vefsíðu breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph en hann er enn­frem­ur dálka­höf­und­ur hjá blaðinu.

Hann­an rifjar upp kenn­ing­ar um að í framtíðinni verði heim­in­um skipt upp í mjög stór of­ur­ríki sem lít­il ríki hafi ekki efni á að standa fyr­ir utan. Þró­un­in til þessa hafi hins veg­ar þvert á móti verið á hinn veg­inn. Þannig hafi 115 ríki átt aðild að Sam­einuðu þjóðunum fyr­ir hálfri öld síðan en nú séu aðild­ar­rík­in 193. Auðug­ustu ríki heims­ins miðað við lands­fram­leiðslu á mann séu enn­frem­ur lít­il og meðal­stór.

Það hafa ekki síst verið emb­ætt­is­menn Evr­ópu­sam­bands­ins sem hafa haldið þess­ari kenn­ingu á lofti að sögn Hann­ans. Hann seg­ir þá hins veg­ar ekki trúa henni sjálf­ir. Í því sam­bandi vís­ar hann í skýrslu sem unn­in hafi verið af sam­band­inu um sam­skipt­in við Ísland sem ekki hafi verið ætluð til op­in­berr­ar birt­ing­ar. Þar segi meðal ann­ars að landið hafi náð sér eft­ir efna­hagserfiðleik­ana vegna sjálf­stæðs gjald­miðils.

Þingmaður­inn nefn­ir einnig um­fjöll­un um fríversl­un­ar­samn­ing Íslands við Kína í skýrsl­unni þar sem komi fram að Ísland eigi auðveld­ara með að ná slík­um samn­ing­um við stór­ar viðskipta­blokk­ir en ESB vegna stærðar sinn­ar og færri hags­muna sem vernda þurfi. Með öðrum orðum færri hags­muni sem þola ekki sam­keppni.

„Þar hafið þið það. Emb­ætt­is­menn ESB kunna að leggja áherslu op­in­ber­lega á viðskipta­blokk­ir en í einka­sam­töl­um viður­kenna þeir að það sé gott að vera lít­ill.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert