Bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hver annarrar

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

Fjármálaráðuneytið segir að deildir innan Tryggingarsjóðs innistæðueigenda séu sjálfstæðar og beri ekki ábyrgð á skuldbindingum hver annarrar.

Þetta áréttar ráðuneytið í ljósi umræðu undanfarna daga, en líkt og fram hefur komið hafa hollenski seðlabankinn, DNB, og breski innstæðusjóðurinn, FSCS, stefnt Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að Tryggingarsjóður innistæðueigenda starfi samkvæmt lögum um innistæðutryggignar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Sjóðurinn sé sjálfseignarstofnun og starfi í þremur sjálfstæðum deildum, þ.e. tveimur innistæðudeildum og einni verðbréfadeild.

„Í kjölfar endurreisnar bankakerfisins var komið á fót nýrri innistæðudeild innan sjóðsins sem tryggir innistæður í eigu almennings í endurreistu bankakerfi. Einnig voru gerðar breytingar á lögunum þar sem sjálfstæði deilda sjóðsins var ítrekað og skýrt tekið fram að deildirnar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hver annarrar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert